Þjóðmál - 01.12.2016, Síða 93

Þjóðmál - 01.12.2016, Síða 93
Vissulega er það líka rétt, sem rómverski lögfræðingurinn Cícero sagði, að föður- land er alls staðar, þar sem gott er að vera: „Patria est, ubiqumque est bene."Til þess að menn kunni við sig í ríki, þarf það að vera viðkunnanlegt. En sá er einmitt mergurinn málsins.Til er þjóðernisstefna kúgunar, heimsvaldastefna, þegar ein þjóð drottnar yfir annarri og reynir að neyða siðum sínum upp á hana, til dæmis Rússar gagnvart Eistlendingum, Kastilíumenn gagnvart Böskum og Frakkar gagnvart Bretónum. En til er líka þjóðernisstefna frelsis, þjóðfrelsis- stefna, þegar undirokaðar þjóðir eins og Norðmenn, íslendingar, Eystrasaltsþjóðirnar þrjár, Tékkar, Slóvakar og Slóvenar vakna til vitundar um sjálfar sig og krefjast forræðis eigin mála. Slíkar þjóðir kunna best við sig innan eigin ríkis.121 Heppilegra er að stjórna Eistlandi frá Tallinn en Moskvu, Færeyjum frá Þórshöfn en Kaupmannahöfn. Þótt auðvelt sé að hrekja ýmis rök þeirra prófessoranna Siberts og Baldurs Þórhalls- sonar fyrir hagkvæmni stórra eininga, sem gagnrýnendur þeirra gætu nefnt tröllatrú, er það ekki aðalatriðið, þegar öllu er á botninn hvolft. Úrslitum ræður að lokum, hvað við erum og viljum vera, ekki, hvað við höfum og getum haft af veraldlegum gæðum. Við íslendingarfáum litlu um það breytt, hver við erum. íslendingseðlið er hlutskipti okkar. Þjóðerni er ekki sköpunarverk neins eins aðila, heldur niðurstaða þróunar, afleiðing af samvali margra kynslóða, gagnkvæm viðurkenning og aðlögun. íslenska orðið „sálufélag" á vel við um það. Auðvitað á það ekki að vera fangelsi, heldur heimili: Þeir, sem kunna þar ekki við sig, fara eitthvert annað. Þjóðerni er atkvæðagreiðsla á hverjum degi, eins og Renan orðaði það. En sem fyrr segir eru traust og sjálfsprottin samstilling meiri í samleitum smáríkjum eins og Norðurlöndum en í sundurleitum risaríkjum, þótt vissulega hafi Bandaríkjunum tekist furðuvel að kynda sinn bræðslupott.122 Þó má sjá í Norður- álfunni um þessar mundir, að gagnkvæm viðurkenning og aðlögun er að minnka.Til álfunnar flykkist fólk, sem viðurkennir ekki vestræna siði og venjur, vill ekki laga sig að þeim.Við þessu þarf að bregðast.Tími hinna litlu þjóðríkja, hinnar sundurleitu, fjölbreyttu og viðkunnanlegu Norðurálfu, er ekki liðinn. Smáríki þurfa skjól, mörg skjól. En þau þurfa aðallega frelsi. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor við Háskóla íslands. Aftanmálsgreinar 1. Anne Sibert, Undersized: Could Greenland be the new lceland? Should it be? Voxeu.org 10 August 2009. http://www.voxeu.org/article/could- greenland-be-new-iceland. BaldurThorhallsson, Domestic buffer versus external shelter: viability of small states in the new globalised economy. European Political Science, 10. árg (2011), bls. 324-336. 2. Sjá ummæli um íslendinga, Karl Marx og Frie- drich Engels, Werke, 5. b. (Berlin: Dietz, 1959), bls. 394; Werke, 27. b. (Berlin: Dietz, 1963), bls. 71-72; Werke, 28. b. (Berlin: Dietz, 1963), 467. bls. Sjá líka fyrirlitningarorð Engels um smáþjóðir, Werke, 6. b. (Berlin: Dietz, 1961), 176. bls. 3. Georg Brandes, Amagers Losrivelse, Politiken 16. desember 1906; sami, Amagers Flag, Politiken 22. desember 1906. Sbr. Stór-Dana rembingurinn í dr. Brandes, Þjóðólfur 24. janúar 1907. Greinar Brandesar voru skrifaðar undir dulnefninujens Piter Jespersen". 4. Alfred Cobban, National self-determination (Oxford: Oxford University Press, 1944), bls. 74. 5. Jón Sigurðsson, Hugvekja til íslendinga, Ný félagsrit, 8. árg. (1848), bls. 1-24; Jón Þorláksson, Frá fyrstu stjórnarárum Hannesar Hafstein, Óðinn, 19. árg. (1-6:1923), bls. 8-10; Jón Þorláksson, Sameining flokkanna, Morgunblaðið 30. og 31. maí 1929. 6. Hannes H. Gissurarson, The lcelandic Fisheries: Sustainable and Profitable (Reykjavík: Háskólaút- gáfan, 2015). 7. William Easterly og Aart Kray, SmallStates, Small Problems? Policy Research Paper 2139 (Washington DC:The World Bank, 1999). Sjá http:// siteresources.worldbank.org/DEC/Resources/ SmallStatesSmallProblems.pdf 8. Alberto Alesina, The Size of Countries: Does It Matter? J ournal ofthe European Economic Association, 1. árg. (2-3:2003), bls. 301-316. 9. Upplýsingarfrá SÞ. http://www.un.org/en/ members/index.shtml 10. The Becker-Posner website, http://www. becker-posner-blog.com/2012/12/breakup-of- countries-no-economic-disaster-becker.html 11. David Friedman reynir að skýra smækkun eða stækkun ríkja með möguleikum þeirra til skattlagningar: Þegar aðalskatttekjur séu af viðskiptum (tollar), séu ríki stór. Þegar þær séu af landi, séu þau lítil. Þegar þærséu afvinnu, séu þau afmörkuð við þjóðir eða samleitar heildir (til að hækka kostnaðinn af því að flytjast burt). A Theory of the Size and Shape of Nations ,Journal ofPolitical Economy, 85. árg. (1: febrúar 1977), bls. 59-77. 12. Milton Friedman og Anna Schwartz, The Great Contraction (Princeton: Princeton University Press, 1973). 13. Angus Maddison, Historical Statistics for the World Economy, 1-2003 AD. GDP Levels, Inter- national Geary-Khamis dollars.The Maddison- Project. Sjá http://www.ggdc.net/maddison/ maddison-project/home.htm, 2013 version 14. Friedrich A. Hayek, The Road to Serfdom (London: Routledge and Kegan Paul, 1944), XV. k. sbr. ísl. þýð. 1980. 15. Tölur um Bretland eru sóttar í A ShortGuide to the Foreign & Commonwealth Offíce (London: National Audit Office, June 2015), 3. Tölur um ísland eru frá Urði Gunnarsdóttur, upplýsinga- fulltrúa utanríkisráðuneytisins. 16. Governmentat a Glance 2009, Table 5.1. (Paris: OECD, 2009). 17. Þetta hefur ekki breyst frá 2006 skv. tölum Alþjóðabankans, sjá http://data.worldbank.org/ indicator/MS.MIL.XPND.GD.ZS 18. Joseph Tainter, The Collapse ofComplex Societies (Cambridge: Cambridge University Press, 1990). 19. William Easterly og Sergio Rebelo, FiscalPolicy and Economic Growth:An Empirical Investigation, Working Paper NO. 4499 (Cambridge, MA: Nation- al Bureau of Economic Research, 1993). Þessi skoðun virðist í ósamræmi við kenningu Davids ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.