Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 9
Til lesenda
Kæru lesendur.
Orðið óskhyggja er notað um löngun eða þrá, sem ekki er talin
geta rætzt eða átt sér stoð í veruleikanum. Ekki er örgrannt um,
að efi og óskhyggja hafi verið ríkjandi grunur í hugum margra,
er „Strandapósturinn“ hóf göngu sína fyrir fjórum árum.
Hafi svo verið, virðist nú ástæðulaust að ala slíkar áhyggjur
lengur. Hið gagnmerka vestur-íslenzka skáld og fræðaþulur, dr.
Richard Beck, tekur svo til orða í bréfi til Jóhannesar Jónssonar,
hins andlega leiðtoga Strandapóstsins:
Kæri Jóhannes Jónsson:
Ég hefi haft svo mörgu að sinna síðan við hjónin komum heim úr
ógleymanlegri ferð okkar til ættjarðarinnar laust fyrir miðjan ágúst,
að dregizt hefir fyrir mér að skrifa þér, og bið ég þig afsökunar á þeim
drætti. En nú skal bætt úr þeirri vanrækslusynd minni, þvl að ásetn-
ingssynd var það ekki.
Vil ég þá þakka þér sérstaklega fyrir árgangana þrjá af Strandapóst-
inum, sem ég hefi lesið mér til ánægju og fróðleiks, en ég hefi miklar
mætur á öllum þjóðlegum fróðleik, og ekki fór skáldskapurinn I þess-
um heftum fram hjá mér; má segja, að I ritinu haldist bundið mál og
óbundið í hendur, og eykur það á fjölbreytni efnisins. En ég fæ ekki
betur séð, en að ritið nái vel tilgangi sinum um varðveizlu þjóðlegs
fróðleiks af Ströndum og að þið, sem þar eigið hlut að máli, eigið
þakkir skilið fyrir viðleitni ykkar I þá átt, og með þeirri byggðarsögu er
einnig þáttur ofinn í þjóðarsöguna. Ritið er einnig mjög smekklegt og
vandað að öllum frágangi. Ég bið þig að flytja stjóm átthagafélags
ykkar og ritnefnd beztu kveðjur mínar og þakkir fyrir ritið.
Þá tók ég eftir þvl í nýkomnum blöðum heiman um haf, að Kvæða-
mannafélagið „Iðunn“ átti nýlega 40 ára afmæli. Vel sé ykkur fyrir að