Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 22
Hinn 17. ágúst kepptu Héraðssamband Strandamanna og
Héraðssamband Vestur-Húnvetninga í frjálsum íþróttum og
knattspymu. Var það mót haldið að Sævangi. Urslit frjálsíþrótta-
keppninnar urðu þau að H.S.S. hlaut 90 stig, cn H.S.V.H. 86
stig. Knattspyrnuleikinn vann H.S.V.H. með 2:1.
Knattspymumót H.S.S. fór fram að Sævangi 31. ágúst. Tvö
félög kepptu Umf. Harpa í Bæjarhreppi og Umf. Geisli á Hólma-
vík. Umf. Harpa vann leikinn með 4:1.
Þá keppti lið H.S.S. við lið Atthagafélags Strandamanna og
vann leikinn með 7:0.
Þessi Strandamet í frjálsum íþróttum vom sett á árinu 1969:
Karlar:
Kúluvarp, Hreinn Halldórsson 13,74 m
Konur:
Kringlukast, Anna Sigurjónsdóttir 23,19 m
Kúluvarp, Anna Sigurjónsdóttir 9,00 —
Langstökk, Ema Valdimarsdóttir 4,53 —
100 m hlaup, Ema Valdimarsdóttir 14,00 sek.
Telpur:
100 m bringusund, Ragnheiður Gústafsd. 1:44,2 sek.
50 m frjáls aðferð, Ragnheiður Gústafsd. 46,5 —
20