Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 24
umbus fann nýja heiminn, sem þá hafði verið týndur í nærfellt
500 ár, allt frá Vínlandsfundi Leifs heppna, enda hafði minn-
ingin um það afrek hvergi geymzt, nema á fúnum skinnblöðum
úti á Islandi. Næsta öld varð og eigi síður söguleg. Þá reis svart-
munkurinn Marteinn Lúther upp gegn páfanum í Róm, og heim-
spekingurinn Nikulás Kopernikus braut kristalshvelfingar himn-
anna, er samkvæmt hinni gömlu kenningu Ptolemæusar og kirkj-
unnar stýrðu rási himinhnatta. Ahrifamest þessara nýjunga fyrst
í stað varð uppreisn Lúthers, einkum þó í ættlandi hans og á
Norðurlöndum, og ekki hvað sízt hér á landi.
Hér sem annars staðar var kaþólska miðaldakirkjan orðin illa
þokkuð fyrir auðsafn sitt og ofurvald biskupanna, sem með bann-
færinguna að vopni kúguðu og knésettu jafnt ríkan sem óríkan.
Hitt er annað mál, að múgamaður hafði aldrei bein í nefi til
uppreisnar gegn kirkjunni, og því fara litlar sögur af slíkri við-
ureign meðal vor. Það, sem hamförum og herbrestum olli í ís-
lenzku þjóðfélagi á fyrstu áratugum 16. aldar, var fyrst og
fremst hagsmunabarátta höfðingjanna gegn fjárdrætti kirkjunn-
ar. Nægir í því efni að minna á Jón lögmann Sigmundsson og
Bjöm sýslumann Guðnason í Ogri. Hinu ber svo ekki að neita,
enda augljóst mál, að nokkrir íslenzkir mennta- og hugsjóna-
menn, sem kynnzt höfðu hinum nýja boðskap í Þýzkalandi og
orðið hrifnir af kenningu Lúthers og trúarhita, hafa ekki aðhyllzt
trúarstefnu hans í eigingjömum tilgangi, heldur af sannfæringu
hjartans.
Sú mun og einnig hafa orðið raunin hjá óbreyttu alþýðufólki,
þegar það fyrir alvöm átti kost á að kynnast hinni nýju kenningu,
sem löngum hefur verið kölluð siðbót, eða siðbót Lúthers. Sú
nafngift þykir þó ýmsum orka tvímælis og álíta siðaskipti meira
réttnefní á vom máli, enda oftar notað nú orðið, bæði í ræðu
og riti.
Sigurganga siðskiptanna í heimalandi sínu og norður eftir
álfunni, þykir hafa orðið með þeim hætti mannlegra þjáninga og
kúgunar, frá hendi konunga og fursta, að siðbótamafnið ssemi eigi
sem bezt. Mælt er, að hinn frægi kaþólski húmanisti Erasmus frá
Rotterdam, sem með ritum sínum vildi siðbæta páfadóminn,
22