Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 27
væri þá mjög sjóndapur orðinn, mun hann hafa reynt að líta
grannt eftir því, að ekki bryddi á andkaþólskum hugsunarhætti
meðal undirmanna sinna. Það er því ein hin mesta kaldhæðni
örlaga, sem um getur, að undir hans eigin handarjaðri skyldi fræ-
kom siðaskiptanna spíra og festa rætur hjá þjóðinni.
Sakir eftirlits biskups og trúrra þjóna hans, þorði Oddur ekki
að vinna að þýðingu sinni annars staðar en í fjósinu í Skál-
holti. Sagði hann þá við trúbróður sinn og vin, Gísla Jónsson
dómkirkjuprest, er síðar varð biskup í Skálholti, að það væri
undursamleg guðs ráðstöfun, að Jesús lausnarinn hefði verið lagð-
ur í einn asnastall, en nú tæki hann að útleggja og í sitt móður-
mál að snúa hans orði í einu fjósi. Þýðing Odds var síðan prent-
uð að boði konungs, og kom út í Hróarskeldu árið 1540. Eins
og alkunnugt er tókst Gissuri svo vel að leyna trúarskoðunum
sínum á þessum árum, að sumarið 1539 lét Ogmundur biskup
kjósa hann eftirmann sinn á biskupsstóli. Sigldi Gissur samsum-
ars utan á konungsfund og fékk staðfestingarbréf hans á kosn-
ingu sinni.
Gissuri, sem var vitur maður og gætinn, þótti ekki ráðlegt að
ganga til biskupsvígslu að því sinni ,cins og allt var þá í pottinn bú-
ið heima á Islandi, þar sem vígsluna varð að taka af lútherskum
biskupi. Eftir sigur Kristjáns III. í baráttunni um konungdóm-
inn í danska ríkinu árið 1536, lét hann samþykkja nýja kirkju-
skipun, sem gersamlega kollvarpaði hinum foma sið. Hún fékkst
þó ekki leidd í lög hér á landi, þar eð biskuparnir, Jón Arason
og Ögmundur Pálsson, stóðu á móti og tóku því alls fjarri.
Eftir heimkomu Gissurar 1540 var þess enn krafizt á alþingi,
að landsmenn samþykktu nýju kirkjuskipunina, en Norðlending-
ar, með Jón biskup Arason í fylkingarbrjósti, neituðu því ein-
arðlega, og kváðust eigi vita þess nein dæmi, að konungur hefði
umskipti gert á kennimannlegu embætti, enda hefði páfinn einn
vald til þess. Þessi krafa konungs var auðvitað skýlaust brot á
fornum réttindum landsins og því fórst samþykkt hennar á al-
þingi enn fyrir, enda skorti umboðsmann konungs liðsafla að
því sinni, til þess að knýja fram vilja sinn með vopnavaldi.
Nærri má geta, að Kristján III. hefur verið íslendingum all-
25