Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 28
reiður fyrir þrákelkni þeirra í þessu efni, enda skyldi nú gengið
fastar að og sköpum skipta. Arið eftir 1541 sendi konungur hing-
að nýjan hirðstjóra, Kristófer Hvítfeld, með liðssveit á tveimur
herskipum. Atti hann, ásamt fleiri konungserindum, að fá kirkju-
skipunina lögleidda hér með illu eða góðu, enda mun þessum
gamla sjóræningja vart hafa blikrað í augum þótt svikum eða
harðræðum þyrfti að beita. Erindislok Hvítfelds eru svo alkunn og
mönnum minnisstæð, að óþarft mun að geta þeirra nema í fáum
orðum.
Eftir að Hvítfeldur hafði tekið höfn í Hólminum (þ. e. Reykja-
vík) gerði hann Gissuri biskupi orð að finna sig. Gissur brá við
skjótt og sátu þeir á einmæli lengi dags, svo að enginn vissi þeirra
ráðagerð. Þegar fréttir bárust af komu herskipanna, réðu vinir
Ögmundar biskups honum að leita austur í klaustrin í Skafta-
fellsþingi, á meðan Danir lægi hér við land. Hafði hann hug
á því en fékk þá bréf frá Gissuri, sem fullvissaði hann um að
hann þyrfti ekkert að óttast af hendi Dana, því aS þeir vildu
honum í engu mein gera. Þessu trúði hinn aldni biskup og hélt í
kynnisför að Hjalla í Ölfusi, til Ásdísar systur sinnar, sem hann
unni mjög. En hér var framkvæmd hin foma lífspeki Hávamála,
fagurt skal mæla en flátt hyggja, því að snemma morguns 2.
júní komu hinir dönsku dátar Hvítfelds að Hjalla, drógu biskup
blindan og örvasa fram úr sæng sinni og flutu hann fanginn út í
herskipin, þar sem síðan voru ginntar af honum allar eigur hans,
sem vitanlega vom afar miklar.
Ekki fara sögur af því hvemig að biskupi var búið að öðm
leyti í þessari herleiðingu, en slík hugraun mun hún hafa orðið
jafn öldruðum og stórgeðja manni, að hann andaðist í hafi
nokkmm vikum síðar, á leið til Danmerkur. Að handtöku Ög-
mundar biskups lokinni, reið Hvítfeldur upp á alþing með her-
flokk sinn, lét þar hylla konung Kristján III. og lögtaka kirkju-
skipun hans fyrir Skálholtsstifti. Sem vænta mátti réði hinn gamli
sjóræningi þar einn öllu, ásamt Gissuri biskupi að einhverju
leyti, þar sem enginn var til andsvara, því að Jón biskup
Arason hafði snúið norður aftur, þegar hann frétti handtöku
Ögmundar biskups. Var Jón biskup þá staddur í Kalmanns-
26