Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1970, Blaðsíða 29

Strandapósturinn - 01.06.1970, Blaðsíða 29
tungu með sveit sína, og mun ekki hafa þótt fýsilegt að halda á fund konungsmanna eins og málum var komið. En bréf sendi hann þaðan, bæði til alþingis og Hvítfelds. Er biskup þá enn sem fyrr skorinorður og segist, „vilja hylla og halda Kristján III. fyrir vorn réttan herra og Noregskonung og gjalda honum allan þann skatt og skyldur, sem kóngsins þegnum til ber réttum Noregskonungi að veita, eftir þeim svömum sáttmála, sem vér og vorir forfeður hafa fyrir oss játað.“ (D.I.X.623). Eftir þann storm, sem handtaka Ogmundar biskups vakti með- al lærðra manna og leikra, jafnhliða ránum og kúgunaraðgerðum Hvítfelds, hafði Gissur biskup hægt um sig á stólnum og var blíður við alla, er á fund hans sóttu. Einkum reyndi hann að vinna hylli leikmanna, því að prestar voru honum yfirleitt mót- snúnir. Þegar Gissur hafði tekið biskupsvígslu, árið 1542, fór hann fyrir alvöru að breyta kirkjusiðum eftir fyrirmælum Lúthers- trúar. Mæltist það illa fyrir meðal almennings. Margir prestar kusu fremur að hætta störfum sem slíkir, en fremja guðsþjón- ustu samkvæmt hinum nýja sið. Varð þá prestafæð mikil, svo að biskup varð jafnvel að vígja ólærða menn til prests. Á yfirreiðum um biskupsdæmið hafði Gissur jafnan með sér 15 sveina, alla vel vopnaða, því að hann vissi að flestir voru honum óvinveittir. Lét hann þá alla presta sverja sér hollustu- eiða, og fóru sveinar hans aldrei úr týgjum nótt eða dag, fyrr en þeim svardögum var lokið. Gissur biskup Einarsson var sem fyrr er að vikið vitur maður, vel lærður og mikilmenni af sjálf- um sér. Er það tvímælalaust honum mest að þakka, hve tiltölu- lega vandræðalítið siðaskiptin komust á í Skálholtsbiskupsdæmi. Gætni hans, festa og forsjálni mun hafa afstýrt manndrápum og heiftaræði, sem í öðrum löndum sigldu í kjölfar trúskiptanna og létu að baki sér brenndar borgir og blóðuga valköstu. Hið eina, sem skugga kastar á minningu Gissurar, er þátttaka hans í ömur- legum ævilokum Ögmundar biskups. Að vísu var Gissuri þar hin mesta vorkunn, en samt hefði maður kosið að hlutdeild hans hefði verið önnur og drengilegri. Að inngangi þessum loknum skal svo vikið að Staðarprestum, á umbrotatímum siðskiptanna. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.