Strandapósturinn - 01.06.1970, Qupperneq 30
HALLUR ÖGMUNDSSON
(F. 1470—80. D. 1554?)
Telja verður Hall skáld Ögmundsson síðasta kaþólska prestinn
á Stað, þótt siðaskiptin væru þá eigi formlega gengin í garð, er
hann lét af prestskap sumarið 1539. Fæðingarár Halls er óvíst, en
af líkum má ráða að það sé einhvers staðar á milli 1470—80,
og þó sennilega öllu nær 1480. Dánarár hans er einnig ókunnugt,
er hann þó með vissu á lífi árið 1554 og mun því hafa orðið
gamall maður. Séra Hallur var löngum talinn móðurbróðir
Ögmundar biskups Pálssonar, sem mun einkum hafa helgazt af
því, að hann virðist hafa verið mjög handgenginn biskupi og oft
fyrsti eða næstfyrsti dómsklerkur hans. Einnig var á það litið,
að Margrét móðir Ögmundar biskups var Ögmundsdóttir. Það
var hinn mikli ættfræðingur dr. Hannes Þorsteinsson, sem að
lokum færði séra Hall til réttrar ættar og kom þá í ljós, að
hann var ekki sonur Ögmundar Eyjólfssonar mókolls, eins og
fyrr var talið, heldur Ögmundar Tyrfingssonar, er var bróðir
Halldórs Tyrfingssonar, hins síðasta ábóta á Helgafelli.
Eins og fyrr segir er fæðingarár séra Halls eigi þekkt, en lík-
legt að það sé 1476 eða ”77, því að árið 1501 er hann orðinn
heimilisprestur í Bæ á Rauðasandi, en í kaþólskum sið fengu
menn ekki prestvígslu yngri en 24 ára að aldri, og hófu þá
gjarnan prestskapinn sem heimilisprestar. Arið 1507 er séra
Hallur þingaprestur hjá Birni sýslumanni Guðnasyni í Ögri.
Hefur hann ef til vill á þeim árum ort trúarljóðið Náð, sem er
helgikvæði um Maríu guðsmóður og heilaga Önnu móður henn-
ar. Kvæðið mun ort fyrir Björn sýslumann Guðnason og er
tileinkað 'honum, því að heilög Anna var verndardýrhngur hans,
en ella var hún lítt dýrkuð hér á landi svo að kunnugt sé. Kvæð-
ið er mjög langt eða eitt hundrað og ellefu erindi alls. Hið
fyrsta er þannig:
28
j