Strandapósturinn - 01.06.1970, Blaðsíða 31
„Heyr mildingur allra alda
almáttigur sem ritning vottar,
fadir og son með samþykkt góðri
a3 samvinnanda helgum anda,
sjá því til mín meS svinnu ráði
sœmiligur, og gef mér dæmi
þeirra bezt, sem fengu fyrri
fagra siðu og glæþa iðran.“
Sumir álíta, að séra Hallur hafi verið prestur á Söndum í
Dýrafirði árið 1517, en alveg mun það þó óvíst. Þegar Ogmund-
ur Pálsson hafði tekið við biskupsdómi, er séra Halls getið á
yfirreiðum með honum um Vestfirði og Borgarfjörð, og cr þá
jafnan fyrsti eða næstfyrsti dómsklerkur hans eins og áður var
sagt. Á þeim árum kemur séra Hallur við rnörg bréf og dóma,
þó að eigi sjáist af þeim hvar hann er þá prestur, nema hvað
öruggt mun að það hefur verið á Vestfjörðum.
Hinn 15. ágúst 1539 gefur Ogmundur biskup séra Þorleifi
Björnssyni svonefnt staðarbréf fyrir Stað í Steingrímsfirði, þar sem
fram er tekið, að séra Hallur Ogmundsson hafi þá frjálslega
lagt staðinn af, þ. e. sagt af sér prestskap. (D.I.X. 461).
Er því engum efa undirorpið, að þá er séra Hallur prestur á
Stað, og má enda leiða líkur að því, að hann hafi haldið staðinn
undanfarin 12 ár, þ. e. 1527—1539. Ekkert er nú um það
kunnugt, hvað valdið hefur þeirri ráðabreytni séra Halls að
segja af sér prestskap, þótt geta megi þess til, að viðkvæm skálds-
sál hans hafi þótzt sjá dimmar blikur á lofti í andlegum efnum,
og þá kosið að standa álengdar er óveðrið skylli á, þar eð hann
kenndi sig eigi mann til þess á gamals aldri að þjóna undir
nýjum sið.
Að vísu var enn allt í óvissu um siðabreytni eða trúskipti hér
á landi í ágústmánuði 1539, en ekki mun það hafa farið spor-
laust fram hjá prestum landsins, að við valdatöku sína í Dan-
mörku 1536, lét Kristján III. samþykkja lútherska kirkjuskipun
þar í landi og árið eftir í Noregi. Jafnframt svifti hann Norðmenn
ríkisráði sínu og steypti af stóli hinum kaþólsku biskupum þeirra.
29