Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 33
ÞORLEIFUR BJÖRNSSON
(F. 1502? D. 1581?)
Séra Þorleifur Björnsson, sem fékk Staðarbrauð þegar séra
Hallur Ogmundsson lét af prestskap, var maður vellauðugur og
stórættaður, þar sem Bjöm faðir hans bóndi á Reykhólum var
sonarsonur Björns hirðstjóra hins ríka, Þorleifssonar, sem Eng-
lendingar drápu á Rifi árið 1467. Fæðingarár séra Þorleifs er
óvíst, en prestur er hann orðinn 1526 og gæti því verið fæddur
um 1502. Bjó hann þá fyrst á Reykhólum með föður sínum, unz
hann fékk Stað í Steingrímsfirði. Þar var hann svo þjónandi
prestur á áranum 1539—1547, en hélt eftir það Stað á Reykja-
nesi.
Að líkindum hefur séra Þorleifur nokkuð snemma á ævi hneigzt
að hinum nýja sið, en til þess benda kvonbænir hans. Er hann
einna fyrstur andlegrar stéttar manna hér á landi eftir siða-
skipti, sem gengur í hjónaband. Má segja að það kaupmálabréf
sé sögulegt plagg og er því birt hér í heilu lagi, svo hljóðandi:
,,Það gjörum vér, Þórður Asgrímsson, Ornúlfur Kolbeinsson,
Brandur Guðmundsson góðum mönnum kunnugt, með þessu
voru opnu bréfi, að áram eftir guðs burð MDXLIII (þ.
e. 1543) í Kálfanesi í Steingrímsfirði, voram vér við staddir og
til kallaðir, að svofelldur gjörningur fór fram áttadag í jólum
um veturinn oss ásjáandi, í millum þessara manna, séra Þorleifs
Björnssonar af einni hálfu og Ragnhildar Jónsdóttur af annarri,
með ráði og samþykki föður hennar, Jóns Þorbjarnarsonar og
móður, og að sami séra Þorleifur Björnsson tók í hönd áður
nefndrar Ragnhildar Jónsdóttur og með svofelldum orðum og
gjörningi, að hann lofaði að halda við hana svo lengi sem þau
lifðu bæði, sem við sína eiginkonu hvort hún kynni verða sjúk
og sár sem ósjúk. Slíkum orðum talaði hún og hennar faðir
með fullu jáyrði.
Hér með í sama handabaadi lofaði greindur séra Þorleifur
31