Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 34
að gefa henni XX hundruð, var þar til skihn jörðin Borg, er
liggur í Reykhólakirkjusókn, fyrir XVIII hundruð og þar til
með tvö kúgildi til ævinlegrar eignar undan sér og sínum erfingj-
um, en undir fyrr skrifaða Ragnhildi og hennar erfingja. Og
gjöra sitt hjónaband við hana fullkomlega, þegar það væri sam-
þykkt af almúganum og það gjörðu fleiri prestar, og honum
væri til sagt af sínum yfirmanni, svo þeirra börn væru komin til
allra arfa og réttarfara sem annara manna. En ef það gengist
ekki við að prestar giftist, þá skyldi hann og hún arfleiða öll sín
börn sem þau ættu saman, til allra peninga sinna fastra og lausra,
að frá tekinni hans fjórðungsgjöf. Samþykkti Bjöm bóndi Þor-
leifsson faðir hans með sínu bréfi, því er þar var upp lesið. Hér
með í sama handabandi lýsti Jón Þorbjömsson því, að hann
gaf dóttur sinni Ragnhildi hálfa jörðina Kálfanes XXIV hundr-
uð, þá hann vildi ekki sjálfur á henni búa, og þar til sex hundr-
uð í silfri og öðmm peningum. Og oft nefndur Jón lofaði þrátt
nefndum séra Þorleifi að leysa hálfa jörðina fyrir aðra fasta
eign, en hafa jörðina Os til halds og meðferðar og aðdrátta á
meðan hann fær ekki hina. Hér með skyldi hún af sínum parti
arfleiða þeirra börn til sinna peninga, ef ekki gjörðist þeirra
hjónaband. Reiknast þá hennar peningar alls með hans tilgjöf
fimm tugir hundraða. Og til sanninda hér um, setti séra Þorleif-
ur sitt innsigli með vomm fyrr nefndra manna innsiglum fyrir
þetta gjömingsbréf, hvert að skrifað var í sama stað tveimur
dögum síðar en fyrr segir.“ (Þ. e. 3. janúar). (D.I.XI.193). Þrátt
fyrir þetta snemmboma festingar- og kaupmálabréf fékk séra
Þorleifur þó ekki lögmætt hjúskaparleyfi fyrr en löngu síðar, enda
átti hann börn með a. m. k. tveimur konum öðrum en Ragn-
hildi Jónsdóttur í Kálfanesi.
Það er alkunnugt, að kaþólskir prestar og aðrir andlegrar stétt-
ar menn innan þeirrar kirkju mega ekki kvænast, en hitt er ann-
að mál, að í kaþólskri kristni hér á landi höfðu ýmsir prestar
fylgikonur sér við hlið, cr í augum almennings munu hafa notið
sömu virðingar og eiginkonur, en þær höfðu ekki sama rétt að
lögum. Böm þeirra voru ekki borin til arfs nema ættleiðing
kæmi til, og fyrir hveija barneign varð að greiða kirkjunni vissa
32