Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 35
Staður í Steingrímsfirdi.
fjárupphæð. Með hinni nýju kirkjuskipun breyttist þetta þann-
ig, að hjónaband andlegrar stéttar manna varð löglegt og sjálf-
sagt á sama hátt og leikmanna, enda var það ein hinna rót-
tæku og gagngerðu breytinga siðaskiptanna.
Séra Þorleifur þótti undarlegur í háttum og lélegur prédikari,
oft viðutan líkt og hálf rænulaus, en þó svo fljótmæltur í stólnum,
að söfnuður hans kvaðst jafnnær, hvort heldur hann hlýddi
á prédikun hans eður eigi. A hinn bóginn er sagt, að séra
Þorleifur hafi verið manna hagastur við srníðar, en vafasamt mun
að nokkur handaverk hans séu enn við líði. Þá er og talið að
hann hafi eitthvað fengizt við lækningar og haft undir höndum
lækningabók, þýdda eða tínda saman úr erlendum ritum að
mestu. Einnig eru til nokkur blöð, sem álitin eru vera frá hon-
um runnin, með ýmsum varnarráðum og hjátrúarkreddum. Af
þessu hvoru tveggja, mun séra Þorleifur hafa fengið orð á sig
fyrir kukl og óleyfilega töfra. Því að sumarið 1546, í yfirreið
Gissurar biskups Einarssonar um Vestfjörðu, kom fram kæra
á séra Þorleif, þar sem hann er sakaður um óhæfilegt kvennafar
3
33