Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 36
og fjölkyngi. Trúlega hefur ákæran un_ kvennafar prests haft
við einhver rök að styðjast, því að ekki lét hann Ragnhildi Jóns-
dóttur einhlíta sem fyrr er sagt. Um fjölkyngi hans er allt vafa-
samara, enda virðist biskup hafa litið á slíkt sem barnalega hjá-
trú, þrátt fyrir hörð orð þar um, vegna virðingar sinnar og
embættis. En skriflegar kærur varð að taka til greina, og því
stefndi biskup séra Þorleifi vestur í Vatnsfjörð á sinn fund. I
vitnisburðarbréfi um fund þeirra segir svo:
„Það gjörum vér, Snorri Hjálmsson, Símon Jónsson, prestar
Skálholtsstiftis, Jón bóndi Björnsson, góðum mönnum kunnugt
með þesu voru opnu bréfi, að árum eftir vors herra hingaðburð
MDXLVI (1546) í Vatnsfirði í ísafirði, þriðjudaginn næsta
eftir Maríumessu fyrri (17. ágúst) um sumarið, vorum vér við-
staddir að herra Gissur biskup Skálholtsstiftis, talaði við séra
Þorleif Bjömsson um þau mál og sakir, sem alræmt var að hann
mundi sakaður. Einkum um óhæfilegt kvennafar og töfra eftir
því sem þar kom þá fram, uppskráð undir nöfnum margra
góðra manna og svo var þar nokkum part með miklum líkindum
fram sagt. Bauð herra Gissur fyrmefndum séra Þorleifi þar
þá strax til lögmáls, undir dóm dandimanna og hann skyldi því
undanfæri ná hér fyrir sem dómur dæmdi. En oftnefndur séra
Þorleifur meðkenndist, að hann væri um hvomgt þetta eiðfær.
Þar fyrir gaf títtnefndur séra Þorleifur sig og sína peninga, heiður
og stað í vald herra Gissurar, svo vér heyrðum og sáum með
handsölum. Svo og degi seinna afleysti herra Gissur, svo vér
sáum og heyrðum, þráttnefndan séra Þorleif af þessum sínum
brotum í svo máta að hann héldi það, sem herra Gissur upp
setti við hann, hverju séra Þorleifur játaði viljugur þá enn uppá
ný. Og til sanninda hér um festum vér fyrmefndir menn vor
innsigli fyrir þetta bréf. Skrifað í sama stað og ár, tveimur dög-
um síðar en fyrr segir.“ (D.I.XI.490). Þótt biskup afleysti séra
Þorleif vegna „iðkunar djöfullegrar fjölkyngi11, eins og segir í
forsögn Gissurar fyrir aflausninni og veitti honum uppreisn „til
hins fyrra stigs heilagrar þjónustu heilagrar kirkju“ (D.I.XI.520),
þá vék haim séra Þorleifi þó úr embætti, a. m. k. um stundar
sakir, og lét annan prest taka við Stað.
34