Strandapósturinn - 01.06.1970, Qupperneq 39
launbörn séra Þorleifs og var annað þeirra Greipur, sem prestur
var á Stað á Snæfjöllum í kringum 1570. Hann hélt og Kirkju-
ból í Langadal um 20 ára skeið, líklega á árunum 1570—1590.
ÞÓRÐUR ÓLAFSSON.
(F. 1498? D. 1568?)
Um Þórð prest Ólafsson er margt á huldu. Víst er þó, að hann er
prestur á Staðarhóli í Saurbæ, þegar Gissur biskup Einarsson
veitti honum Stað í Steingrímsfirði árið 1547, um leið og hann
veik séra Þorleifi Björnssyni þaðan. (D.I.XI.547).
Séra Þórðar getur fyrst við dóma árið 1523, þegar Ögmundur
Pálsson Skálholtsbiskup, sem þá var einnig umboðsmaður (adminis-
trator) Hóladómkirkju, nefnir tólf presta og tólf leikmenn í dóm
um kærur biskups á hendur Jóni bónda Einarssyni fyrir úrskurð-
arrof, hestatöku fyrir Hóladómkirkju og um óstaðinn reiknings-
skap af prófastsdæmi. (D.I.IX.176). Mun séra Þórður þá hafa ver-
ið ungur að aldri, e.t.v. nývígður prestur og ætti samkvæmt því að
vera fæddur um 1498. Hann sýnist hafa verið mikils metinn af
Ögmundi biskupi, því að hann er mjög oft meðal þeirra presta,
sem biskup nefnir í dóma. Alla biskupstíð Ögmundar Pálssonar
kemur séra Þórður því við fjölda dómskjala og vitnisburðarbréfa.
Af þvílíkum skjölum er m. a. ljóst, að séra Þórður hefur haft
prófastsdæmi árið 1530, en ári síðar verið ráðsmaður í Skálholti.
Er helzt ætlað, að hann hafi verið prófastur í Kjalnesþingi og hald-
ið Garða á Álftanesi, jafnframt því að vera ráðsmaður Skálholts-
staðar. Mun það hafa verið alþekkt meðal meiri háttar klerka á
þeim tímum, að annar prestur þjónaði brauðinu í þeirra stað, gegn
ákveðnum hluta launanna. En hvenær hann hefur gerzt prestur
á Staðarhóli er alls óvíst, þó að sennilega sé það um líkt leyti og
hann lætur af ráðsmannsstarfi í Skálholti. Annars var það séra
Bjöm Jónsson biskups Arasonar, sem hélt Staðarhól á þessum ámm,
þótt sjálfur sæti Björn á Melstað í Miðfirði. Hefur séra Þórður
því þjónað Saurbæjarþingum í umboði séra Björns. Töluverðar
líkur eru fyrir því, að séra Þórður hafi verið einn þeirra presta í
37