Strandapósturinn - 01.06.1970, Síða 44
í eftir æðareggjum. Stórselir rifu hann þá á sundi. Hann komst
upp á sandinn og dó þar. Önnur stóra stúlkan fór skyndilega.
Sú þriðja dóttir Sigurðar hét Ingibjörg, sem mig leiðir í þessa
ætt. Hún hafði misst augu sín í bólu, en var full vísdóms og
kunni margt að gera og útrétta sem heilskyggn. Nú sem Sigurður
og þau hjón höfðu fengið svo sorglegan bamamissi, forlétu þau
þær eignir og fóm norður aftur, því fylgir Kristínar slekti Sval-
barð. Ingibjörg hafði Kálfaneseignir og fékk fróman ektamann
Þorbjörn Jónsson, sem út var framaður bæði í Noregi og á
íslandi, en átti eigi jarðagóss. Þau sátu í Kálfanesi. Þeirra son
var Jón Þorbjarnarson. Hann átti Guðrúnu dóttur ábóta Narfa að
Helgafelli. Þeirra dóttir var Guðlaug móðir Sæunnar móður minn-
ar.“ (Safn,III.701).
Skerið Ámaklakkur, sem einnig er nefnt svo í Jarðabók Árna
Magnússonar og Páls Vídalíns 1709, liggur skammt suður und-
an yzta odda eyrarinnar, sem elzti hluti Hólmavíkurkauptúns
stendur á. Nú er þar að vísu ekkert sker eða hólmi lengur, því
að fyrir tuttugu áram eða svo, var á milli skers og lands byggð-
ur grjótgarður mikill, sem nú ásamt klakkinum hlífir höfn stað-
arins fyrir norðansjó.
(Aðalheimildir: P.E.Ó. Æviskrár. Kvæðasafn Bókmf. Rvk.
1927. Annara heimilda getið í meginmáli og innan sviga. Skarnm-
stafanir: D.I. = Diplomatarium Islandicum, þ. e. Islenzkt fom-
bréfasafn. Prt. = Prestatal. Safn, þ. e. Safn til sögu íslands og
íslenzkra bókmennta).
42
j