Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 52
Torfi Guðbrandsson færði í letur.
Dagstund hjá
Ingimundi
Góuvindarnir nauða á þekjunni, en það er hlýtt og notalegt
í stofunnni heima á Finnbogastöðum.
Hjá mér situr nær áttræður öldungur, Ingimundur Grímsson,
lágur maður en þrekinn, grár fyrir hærum og þrotinn að kröft-
um. Öðru hvoru verður honum litið út um gluggann. Hvergi
sér á dökkan díl. Móðir jörð hefur dregið mjallarábreiðuna vendi-
lega yfir höfuð sér líkt og hún vilji fá að hvíla í algjörum friði
til vorsins. Jafnvel snarbratt Finnbogastaðafjallið hefur skipt um
lit. En reisn sinni heldur þó þessi hrikafagra hamraborg, þar
sem hún gnæfir yfir Víkina sveipuð skósíðum mjallarfeldi.
Undanfarna daga hafa verið óvenju miklar frosthörkur og
hríðarveður, en nú hefur brugðið til suðvestan-áttar og regnið
bylur á rúðunum þegar Ingimundur hefur frásögn sína:
Ef þú ert á höttunum eftir afreksverkum eða hetjudáðum,
hefurðu lítið til mín að sækja.
Ég var að vísu einu sinni hætt kominn á Sjóarvaðinu í Selá,
reið þá skjóttri hryssu, sem Ólöf hálfsystir mín átti og teymdi
annan hest. Ég fór of neðarlega á vaðinu, hestamir misstu fót-
anna og hröktust undan straumþunganum út í sjó. En þá gripu
þeir sundið og Skjóna sneri svo snöggt við, að ég hrökk fram á
makkann, en hékk þó á henni án þess að sleppa lausa hestinum.
Náðum við landi eftir skamma stund og lögðum aftur í ána á
réttum stað og að því sinni reiddi okkur vel af. Þarna var ég
nærri búinn að drepa okkur fyrir klaupfaskap minn, en björg-
unarhlutverkið féll aftur á móti í hlut hryssunnar. Já, það var
dugnaðarhross hún Skjóna, og órög var hún að leggja í ána aftur,
— lét mig á engan hátt finna, að reiðmennsku minni væri í
nokkru ábótavant.
50
i