Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 57
að verjast svengd og kulda var allt fengið. Fjósalykt í húsakynn-
um var hégómi, sem engum datt í hug að kvarta yfir.
Meðan hesturinn enn var þarfasti þjónninn var jafnan sagt,
að fjórar jarðir í Ámeshreppi stæðu svo traustum fótum, að þær
myndu ávallt haldast í byggð, þótt allar aðrar fæm í eyði. Um-
ræddar jarðir vom Drangar, Ofeigsfjörður, Ámes og Kúvíkur.
Reyndin varð þó önnur, því að þótt Ámeshreppur sé enn með
stærstu sveitarfélögum sýslunnar, em allar fyrmefndar jarðir
komnar í eyði nema Árnes. Kúvíkur fóru í eyði árið 1949, en
þrem ámm fyrr var hætt að verzla þar. Oll húsin vom rifin og
nú er ekkert, sem minnir lengur á reisn hins forna verzlunarstað-
ar. Ójá. Það standast fáir spádómar á breytingatímum.
Maraþondrykkja.
Seinni veturinn, sem við vomm á Kúvíkum bar tiginn og
glæsilegan gest að garði, það var Marinó Hafstein sýslumaður.
Hann var búsettur á Óspakseyri og átti því langa leið að fara,
enda hafði hann brýnt erindi og tvo menn sér til fylgdar, vinnu-
mann sinn, Þórarin Björnsson og Gunnlaug Magnússon, ungan
bóndason frá Hrófbergi, sem var leiðsögumaður sýslumanns yfir
T rékyllisheiðina.
Yfirvaldið lét í veðri vaka, að það væri komið til þess að
sækja tolla til Thorarensens gamla og jafnframt átti að nota tæki-
færið til að nálgast brennivínstunnu, er þar hafði hafnað, því
að strandferðaskipið Vesta fór ekki inn í Flóann, þegar hún kom
með tunnuna.
Sighngar á innfirði vora fátíðar um þær mundir. En þar sem
ekki varð uppvakinn neinn mannfagnaður inni í Bitm af því
brennivíni, sem geymt var norðan Trékyllisheiðar, var ekki um
annað að ræða en að flytja tunnuna landveg, yfir fjöll og fimindi.
Og með það fyrir augum höfðu þeir flutt með sér norður 2 anker
á reiðingshesti. Nú var tekið til við að tappa vínið af tunnunni
og hella á ankerin. En þegar bæði ankerin vom orðin full, var
enn drjúgur slurkur eftir í tunnunni enda tók hún 120 lítra, en
bæði ankerin ekki nema 80 1 til samans. Nú var ekki gott í efni.
Hvað átti að gera við afganginn, — eina 40 lítra? Ekki vom
55