Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 58

Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 58
tiltök að bæta honum á hestinn, þótt ílát fengjust, þar sem hann mátti þegar teljast fullklyfjaður. En á hinn bóginn voru þeir tímar, að sýslumaður átti á hættu að vera hafður að skopi eða jafnvel að vera talinn til ráðleysingja, ef það spyrðist vítt um sveitir, að hann hefði gefizt upp við að sjá ráð fyrir brennivíninu. Fram úr þessum vanda greiddist brátt með óvæntum hætti, því að nú skall á norðan bylur, og virtist þá einsætt, að slá tvær flug- ur í einu höggi, — drekka af sér hríðina og freista þess að gera farangurinn meðfærilegri. Enda var það ráð og tekið. Þeir sýslumaður og Þórarinn settust nú að drykkju og reyndu að fá kaupmanninn og Gunnlaug í lið með sér, en þeir afþökk- uðu báðir, enda var mér kunnugt um, að Gunnlaugur neytti aldrei víns, þótt hann ætti það til í fórum sínum, en Jakob Thor- arensen hafði fyrir reglu, að drekka aldrei með Marinó Hafstein, þótt hann fengi sér oft í staupinu endranær. Þrátt fyrir ítarlega viðleitni sýslumanns, fékk hann engan á staðnum til að drekka með þeim Þórarai nema vinnukonu eina, sem Jónína hét og síð- ar varð ráðskona hjá Thorarensen og reyndist honum stórvel í ellinni. Húsbóndi hennar hafði á orði, að hann væri alveg hissa á henni Jónínu, að vilja drekka með þeim, en lét það þó að öðru leyti afskiptalaust. Nú líða dagarnir einn af öðram og alltaf er sami bylurinn. Inn í gestastofunni á Kúvíkum var drykkjan þreytt af kappi og lækkaði nú óðum yfirborð vökvans í stóru tunnunni, enda engir aukvisar að verki. Þetta var nú orðin einskonar maraþondrykkja. Allt fór þó fram í bróðerni, enda ekki um keppni eða meting milli manna að ræða. En það leyndi sér ekki, að Gunnlaugur var tek- inn að ókyrrast og fór honum að verða tíðlitið til veðurs. Vafalaust hefur hann hugsað heim til aldraðra foreldra sinna, sem biðu hans í óvissu. Þá hefði verið gott að hafa síma. Það var fyrst að hálfum mánuði liðnum, að hríðinni slotaði. Var þá fljótlega far- ið að hugsa til ferðar. Dreggjarnar, sem eftir voru í tunnunni látnar á flöskur, ankerunum lyft til klakks og látið stíga liðugt úr hlaði, að kveðjum loknum. Síðar fréttist, að ferðalangarnir hefðu lent í útsynningsbyl og ófærð og orðið að snúa við á Tré- 56
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.