Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 59

Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 59
kyllisheiði. Náðu Þeir Veiðileysu um kvöldið og fóru síðan inn Bala. Veit ég ekki betur en að ferðalokin hafi verið áfallalaus. Frá þessu er ekki sagt til að ófrægja viðkomandi menn, sem voru aðeins börn síns tíma, heldur fyrst og fremst til að sýna, hve aldarandinn hefur breytzt á liðnum áratugum. Um og fyrir aldamótin var algengt að höfðingjar og efnaðir bændur keyptu heila brennivínstunnu til ársins. Sjaldan þurfti formlegt tilefni til ábergingar, enda ekki samkomuhald í sveitum með því sniði sem nú er. Þrátt fyrir allt tal um ofdrykkju nú á dögum, þá var ástandið ekki betra áður í þeim efnum, þar sem ég þekki til —, nema síður væri. Leiðin liggur í SteingrímsfjörS. Vorið 1904 vorum við mamma ráðin að Hrófbergi til Gunn- laugs Magnússonar, er síðar varð bóndi á Ósi. Hörkubylur var á vinnuhjúaskildaga (14. maí) og ekkert ferðaveður. Tveim dög- um seinna batnaði veðrið. Kvöddum við þá heimilisfólkið í Kúvík- um, lögðum land undir fót og hófum ferð okkar til hinna nýju heimkynna í mikilli ófærð. Sóttist okkur því ferðin seint yfir Veiðileysuháls og vorum orðin hvíldinni fegin, er við náðum að Byrgisvík um kvöldið. Þar varð Katrín eftir hjá Ólöfu hús- freyju, hálfsystur okkar. Ingimundur mágur minn fylgdi okkur frá Byrgisvík og skildi ekki við okkur fyrr en komið var á leiðar- enda eftir fimm daga ferðalag frá Kúvíkum. Gististaðir okkar voru eftir að Byrgisvík sleppti, Kleifar í Kaldbaksvík, Reykjarvík og Svanshóll. Færðin fór stöðugt batnandi eftir því sem innar dró í sýsluna, og síðasta. spölinn að Hrófbergi var snjórinn ekki meiri en svo, að rétt var sporrækt. Gunnlaugur var ekki heima, þegar okkur bar að garði, hann hafði reyndar farið suður að Bæ í Króksfirði til að sækja konu- efni sitt, Mörtu Magnúsdóttur, sem ættuð var sunnan úr Ár- nessýslu. Ekki skorti þó á, að við fengum góðar viðtökur hjá for- eldrum Gunnlaugs, Magnús Magnússyni og Guðrúnu Guðmunds- dóttur, og kunni ég strax vel við mig í nýja heimkynninu. Ferming. Við komum að Hrófbergi á miðvikudagskvöld. Nú stóð svo á, 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.