Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 63

Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 63
leið var að torga dagsskammtinum. Óskaði ég þá eftir, að mal- pokinn yrði hafður léttari og var það eina umkvörtunarefni mitt, er lýsir vel rausn og umhyggju minna góðu húsbænda. Þessara sumardaga í hjásetunni minnist ég jafnan með mikilli ánægju. Einstœð hákarlaveiði. Það bar við næsta vetur, að fjarðarbotninn lagði og náði mannheldur ís nokkuð út eftir firðinum. Hákarlavertíð var yfirstandandi og höfðu Smáhamramenn veitt vel, enda engin hörgull á þeim gráa á þeim árum. Gunnlaugur húsbóndi minn átti hákarlavaði og dettur honum nú í hug, að gaman væri að reyna, hvort sá grái væri jafn lykt- næmur og af var látið. Tekur hann síðan selflykki, baðar það í koniaki og beitir sóknina og leggur vaðinn úti á ísnum fram af Hrófbergi á sjö faðma vatni. Frá vaðnum var gengið þannig, að hann var bundinn við slá, sem lá þvert yfir vökina, er höggvin hafði verið í ísinn. Morguninn eftir er farið að vitja um. Er þá hákarlshaus á sókninni en annað ekki. Mátti af þessu ráða, að þefvísi Grána varð honum ekki til skammar og eins hitt, að lystin var í góðu lagi og gilti því bara að vitja um fenginn í tæka tíð. Var nú bætt við þrem færum og er skemmst frá því að segja, að áður en tveir sólarhringar voru liðnir höfðum við veitt hvorki meira né minna en 24 dogga þarna inni í Steingrímsfjarðarbotni. Sögulegust varð viðureignin við þann síðasta. Eg var þá úti á ísnum að vitja um vaðina í fylgd með vinnumanni Gunnlaugs, er Snæbjörn hét. Drógum við hákarlinn upp í vökina og reynd- ist hann vera geysistór. Snæbjörn lagði ífærunni í trjónuna á honum, en svo illa tókst til, að út úr rifnaði og við máttum horfa á eftir ferlíkinu niður í djúpið. Jafnvel þótt vel veiðist er alltaf sárt að missa þann stærsta. Við Snæbjörn vorum því daufir í dálkinn þegar við snérum til lands. Síðar um daginn fann ég Guðmund og stakk upp á því, að við skyldum ljúka fjósverkun- um í fyrra lagi og laumast út á is í skjóli rökkursins. Þetta sam- þykkti rekkjunautur minn óðara og fljótir vorum við að gera í 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.