Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 63
leið var að torga dagsskammtinum. Óskaði ég þá eftir, að mal-
pokinn yrði hafður léttari og var það eina umkvörtunarefni mitt,
er lýsir vel rausn og umhyggju minna góðu húsbænda.
Þessara sumardaga í hjásetunni minnist ég jafnan með mikilli
ánægju.
Einstœð hákarlaveiði.
Það bar við næsta vetur, að fjarðarbotninn lagði og náði
mannheldur ís nokkuð út eftir firðinum.
Hákarlavertíð var yfirstandandi og höfðu Smáhamramenn veitt
vel, enda engin hörgull á þeim gráa á þeim árum.
Gunnlaugur húsbóndi minn átti hákarlavaði og dettur honum
nú í hug, að gaman væri að reyna, hvort sá grái væri jafn lykt-
næmur og af var látið. Tekur hann síðan selflykki, baðar það í
koniaki og beitir sóknina og leggur vaðinn úti á ísnum fram af
Hrófbergi á sjö faðma vatni. Frá vaðnum var gengið þannig, að
hann var bundinn við slá, sem lá þvert yfir vökina, er höggvin
hafði verið í ísinn.
Morguninn eftir er farið að vitja um. Er þá hákarlshaus á
sókninni en annað ekki. Mátti af þessu ráða, að þefvísi Grána
varð honum ekki til skammar og eins hitt, að lystin var í góðu
lagi og gilti því bara að vitja um fenginn í tæka tíð.
Var nú bætt við þrem færum og er skemmst frá því að segja,
að áður en tveir sólarhringar voru liðnir höfðum við veitt hvorki
meira né minna en 24 dogga þarna inni í Steingrímsfjarðarbotni.
Sögulegust varð viðureignin við þann síðasta. Eg var þá úti á
ísnum að vitja um vaðina í fylgd með vinnumanni Gunnlaugs,
er Snæbjörn hét. Drógum við hákarlinn upp í vökina og reynd-
ist hann vera geysistór. Snæbjörn lagði ífærunni í trjónuna á
honum, en svo illa tókst til, að út úr rifnaði og við máttum horfa
á eftir ferlíkinu niður í djúpið. Jafnvel þótt vel veiðist er alltaf
sárt að missa þann stærsta. Við Snæbjörn vorum því daufir í
dálkinn þegar við snérum til lands. Síðar um daginn fann ég
Guðmund og stakk upp á því, að við skyldum ljúka fjósverkun-
um í fyrra lagi og laumast út á is í skjóli rökkursins. Þetta sam-
þykkti rekkjunautur minn óðara og fljótir vorum við að gera í
61