Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 67
GuðjÓJi Guðmundsson, hreppsstjóri, Eyri i Ingólfsfirði:
Lítil ferðasaga
Fjallvegir hér í Árneshreppi, sem oft voru farnir af byggðar-
mönnum fram á annan tug þessarar aldar, eru nú að gleymast
og gleymdir með öllu, þar eð þeir sumir hverjir hafa ekki verið
farnir um fleiri ár, hvorki fótgangandi né á hestum. Nýi tíminn
hefur leyst þær örðugu ferðir af hólmi og er að vísu ekki þeirra
að sakna, þó ævintýraþrá væri oft bundin við slíkar ferðir.
Sú ferð, sem hér verður gerð að umtalsefni, er ferð frá Eyri,
upp úr Ingólfsfirði, yfir Ófeigsfjarðarheiði vestur að ísafjarðar-
djúpi.
Þessi fjallvegur var alloft farinn af búendum héðan úr hreppi,
bæði sumar og vetur, þar sem engar skipsferðir voru á milli Isa-
fjarðar og fjarða innan Árneshrepps.
Eftir síðustu aldamót var ein skipsferð um miðjan vetur frá
Sameinaða gufuskipafélaginu, sem kom að Austurlandi og fór
norður og vestur með viðkomu á Reykjarfirði. Notuðu þá menn
sem fóru til sjóróðra vestur að ísafjarðardjúpi þessa ferð, en oft
urðu þeir að bíða eina til tvær vikur, vegna þess að skipinu
seinkaði.
Eitt sinn eftir tíu daga bið á Reykjafirði lagði hópurinn af stað
fótgangandi með pjönkur sínar yfir Ófeigsfjarðarheiði að ísa-
fjarðardjúpi, og var ég einn í þeim leiðangri. En einum degi
síðar kom skipið, og var það komið til ísafjarðar tveim dögum á
undan okkur.
Alltíðar ferðir yfir Ófeigsfjarðarheiði voru farnar frá Ófeigs-
firði, Ingólfsfirði og Reykjarfirði. En skársta leiðin var yfir heið-
ina frá Ófeigsfirði, þó famar væru frá hinum fjörðunum. Alltíð-
5
65