Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 73
Magnús Guðjónsson, bóndi á Osi í Steingrímsfirði:
Stökur og ljóð
(Magnús Guðjónsson, sem lengi hefur búið á Ósi í Stein-
grímsfirði, er einn af vinum Strandapóstsins, enda uppvaxinn
þar nyrðra á söguslóðum þeirra ritverka, sem eru aðalefni hans.
Þótt Magnús um skeið byggi búi sínu sunnan heiða, meðal annars
fimm ár í Hrappsey á Breiðafirði, þá á hann glaðar minningar
frá æskuárum og hádegi ævinnar heima á Ströndum, og þar
hvílir nú yfir honum heiður kvöldroði gifturíkrar ævi. Vinnudagur
Magnúsar hefur jafnan verið langur og oft þurft að skila miklu
verki að honum loknum. Það hefur því ekki gefizt mikið tóm til
að sinna hugðarefnum öðrum en þeim, sem tengd voru bjarg-
ræðisleiðum heimilisins og fjölskyldu. Þó hefur brauðstritið aldrei
orðið honum sáldrepandi sútarefni. Magnús býr yfir talsverðri
hagmækku, enda þótt hann hafi ekki mikið flíkað því nema
helzt á glöðum stundum í góðvinahópi. Og vegna þess, að
Strandapósturinn á þar einnig heima, hefur Magnús gefið honum
þær hendingar, sem hér fara á eftir. Þ.M.)
ÍSAVETUR 1967.
Veitir grand og vœrðir tefur,
vonzku blandinn svipur þver.
Islands ffandinn forni hefur
fast að landi troðið sér.
Fremur dapurt finnst mér hér,
fellur krap á hólinn.
Kulið napurt ætíð er,
ef ylrík tapast sólin.
71