Strandapósturinn - 01.06.1970, Blaðsíða 77
letri björtu skráða, Hermanni Jónassyni.
Þeir sem bera gæfu til að valda verkefnunum
verða tíðum stœrstir í sinnar þjóðar vonum.
I fullan þriðjung aldar, sem Strandamaður stóð hann
á styrjarvelli þjóðmálanna, knár í sókn og vörnum.
Vinmargur og traustur, sitt vígi af drengskaþ hlóð’ann.
Valdi sínu beitti til fremdar landsins börnum.
Hver sem stendur vörðinn um véin hugsjónanna
veldur miklu um gróðurinn á akri framfaranna.
í heiður gestsins inni var heima Strandamanna
svo hlýtt og bjœrt og einlœgt í skjóli húsfreyjunnar,
sem stóra hluti veitti til lausna allra anna
með Auðar tryggð og þreki á sviði baráttunnar.
Þeir sem eiga fjöregg sitt í höndum hamingjunnar
heilum vagni aka frá lyktum orustunnar.
Og nú að loknu starfi fyrir Strandamenn á þingi,
„stóri-bróðir‘c skipar heiðurgestsins sæti.
Boðinn heim til Stranda, af engum hálfkœringi,
en heilli þökk og virðing, að gjöra oss eftirlæti.
Þeir sem gegna forustu og vinna að heillum hinna,
hljóta að launum þakkir og virðing manna sinna.
Nú árnum við þér heilla, og þökkum þér af hjarta,
þingmennskuna og kynnin, á liðnum áratugum.
Kœrleiksdrottinn gefi þér kvöldsólina bjarta.
Kœra vininn felum við Guði almáttugum.
Þeir sem axla byrðarnar og bröttugötu klyfa,
bregðast ekki minningunni, fæddust til að lifa.
J. G., Hellu.
75