Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 78
Franklín Þórðarson, Litla Fjarðarhorni:
Cömul þjóðsaga
Fátt var björgulegra fátækri þjóð fyrr á öldum en sjávaraflinn.
Gjöful fiskimið og góðar hafnir voru það, sem nú til dags er
kallað efnahagsleg lyftistöng. Hlunnindi voru þá talin ekki lítil
ef segja mátti að fiskur gengi uppí landsteina framundan til-
tekinni jörð, hvort heldur hún lá við vík eða nes.
Fyrir daga radar- og asdictækja, talstöðva og dieselvéla, botn-
vörpu og nælonneta, voru firðir og víkur kringum Húnaflóa
mikil hlunnindapláss. Þorskurinn, ýsan og steinbíturinn sveim-
uðu inn flóann í þykkum fylkingum, svömluðu inní víkur og
voga, og létu veiðast með frumstæðu útgerðarbasli, sem afkom-
endum þeirra dytti ekki í hug að líta við nú á dögum atómtækni
og geimvísinda. Því vissulega fylgir fiskkindin mannkindinni eft-
ir hvað snertir smekkvísi jafnt í lífi sem dauða. Því hvaða
þorskkvikindi nú á ofanverðri tuttugustu öld, léti fífla sig til
að bíta á öngulstert á ljótu færi, vera síðan dreginn uppí ára-
bátskettling og mæta þar fúlskeggjuðum karli í sel- eða sauð-
skinnsbrók. Óekkí, nú eru aðrir tímar. Tímar vélvæðingar, menn-
ingar og tækni. Tímar hlutatrygginga og aflaleysissjóða. Nýir
tímar.
En fyrir svo sem hundrað árum, að ekki sé lengra litið aft-
urábak, þá var öldin önnur. Þá var það ekki tiltekin fiskimanna-
stétt í sérstökum sjávarplássum, hafandi ekki annað fyrir stafni
árið um kring en að stúta fiskinum hvar og hvernig sem við
varð ráðið. Heldur voru það helzt gildir bændur, sem mönn-
uðu skipin vinnumönnum sínum, hjáleigubændum og öðrum
fátæklingum og héldu þeim síðan til veiða uppá eigin tap og
gróða, án veiðarfæratrygginga eða útflutningsuppbóta. Svo var
76