Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 79
haldið stíft til róðra, vakað, róið og skakað djöfulinn ráðalausan
fram í rauðan dauðann. En þetta vita nú allir.
Hitt vita kannske færri, að einn var sá fjörður við Húna-
flóa, sem forsjón almættisins aldrei lét fyllast af fiski, hverju
sem gegndi um gjöfult sjávargagn í nærfjörðum. Þessi fjörður
var og er enn Kollafjörður sá, er verður milli Bitrufjarðar að
sunnan, en Steingrímsfjarðar að norðan, kenndur við frum-
byggja sinn þann, er sagan segir verið hafa kollóttan eða sköll-
óttan samkvæmt nútímamáli.
Nú, þótt fjörður þessi sé fjarða bezt gerður í augum íbúa
sinna, bæði hvað snertir fegurð og fleira, þá verður því ekki
neitað, að galli er þar á sé hlutlaust litið á smíðina, þar sem
eru sker þau og grynningar, sem eru bæði þétt og mikil í mynni
fjarðarins. Ekkert var þó fjær Kollfirðingum fyrir okkar daga
en að ásaka guð sinn fyrir vankanta þessa, og síður að kenna
hugsunarhætti þorsks og ýsu um genverðugheit að synda ekki
jafnt um þennan fjörð og aðra.
Nei, Kollfirðingar hafa aldrei lagt það í vana sinn að kcnna
almættinu um slíkt, né ætlað blessaðri björginni í sjónum þessa
sérvizku.
Skýringin á því að fiskur veiddist ekki í Kollafirði, utan ein-
stöku grásleppa, sjóbirtingspíslir og marhnútsælingjar, voru
galdraálög, hin lifandi og áþreifanlega þjóðsaga, sem birtist
þarna í sinni sönnustu mynd, komin aftan úr myrkri miðalda,
þegar galdurinn og tengslin við fjandann voru bæði lífsnauðsyn
til almennrar framfærslu og munaður til kvennafars og annarra
lystisemda.
Hvernig er þá sú saga, sem tengir hinar liðnu aldir gegnum
tímann allt til dómsdags? Hvaða rök eru fyrir því að Kollfirðing-
um öllum um alla framtíð skyldu búin svo snautleg kjör að
fiskurinn sneyddi þar hjá garði líkt og færi hann í manngreinar-
álit? Jú við kunnum söguna Kollfirðingar og erum ekkert feimnir
við að segja hana, og ekki lýgur þjóðsagan, það vita allir.
Látum okkur þá segja söguna og hverfa langt aftur í tímann,
bindum okkur ekki við vissan áratug né öld, heldur segjum einsog
í ævintýrunum gömlu og góðu: „Það var fyrir langa löngu . . .“