Strandapósturinn - 01.06.1970, Blaðsíða 85
Guömundur Kjartansson:
Um stutt kynni af landslagi á
Ströndum og um steininn
í Stóru-Ávík
Sumarið 1967 ferðaðist ég um Strandir til jarðfræðiathugana,
sem voru undirbúningur að útgáfu nýs blaðs af Jarðfrœðikorti af
íslandi. Þetta var Blað 1, Norðvesturland, sem kom út 1969,
hið fimmta í röðinni af þessum kortblöðum, sem Náttúrufræði-
stofnun og Menningarsjóður gefa út. — I augum sunnlenzks jarð-
fræðings eru Strandir og raunar allir Vestfirðir harla nýstárlegt
land, stórskorið og einkar sviphreint, en að vissu leyti fábreytt.
Þessa geldur jarðfræðikortið af Vestfjörðum og er miklu miður lit-
skrúðugt en af öðrum landshlutum.
Berggrunnur Vestfjarða, þ.e. öll sú hin fasta klöpp, sem lands-
lagið er meitlað út úr, er frá hæstu fjallstindum út á dýpstu mið
allur úr einni jarðmyndun, blágrýtismynduninni. Þetta er elzta
myndun Islands, öll upp hlaðin á svonefndu tertíertímabili jarð-
sögunnar. Það tímabil hófst fyrir nær 70 milljónum ára og lauk
fyrir um þremur milljónum ára. Nýlegar aldursákvarðanir á bergi
úr blágrýtismynduninni benda eindregið til, að hún sé öll frá síð-
ara helmingi tertíertímabilsins.
Saga berggrunnsins á Ströndum er hin sama og um alla Vest-
firði og einnig Dali. Meginatriði hennar er unnt að segja í svo
stuttu máli, að ég get ekki stillt mig um að gera það, þó að steinn-
inn góði í Ávík komi raunar ekkert við þá sögu.
Langsamlega fyrirferðamesta efni þessa landshluta er berg-
tegundin blágrýti, sem myndar hvert hamrabeltið upp af öðru í
hlíðum og björgum. Því nær hvert blágrýtislag er hraunflóð að
83