Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 87
Drangaskörð. Berglögunum í fjallinu hallar austnorðaustur.
(Ljósm.: Guðm. Kj.)
garð gengið í lok tertíertímabik, áður en ísöld hófst fyrir h.u.b.
þremur milljónum ára.
Síðan hefur jarðeldur ekki bært á sér á Vestfjörðum og ekkert
bætzt við berggrunn þessa landhluta. En roföflin héldu áfram
iðju sinni og íærðust raunar í aukana við upplyftingu landsins:
Vatnsföll grófu gil og jafnvel dali inn í hálendið frá öllum hhð-
um, og sjávarbrim hamraði á ströndinni, svo að alk staðar varð
sæbratt, nema þar sem dalir gengu inn af fjörðum.
Á jökukkeiðum ísaldar hurfu að vísu allar ár úr dölunum, en
í þeirra stað komu enn afkastameiri graftól: skriðjöklar. Allir
núverandi dalir á Vestfjörðum — bæði megindalir upp af fjarðar-
botnum, þverdalir þeirra, rangalar og hvilftir í fjallabrúnum —
eru með tiltölulega sléttum, íhvolfum hlíðum, botni og grunni.
Þetta eru einkenni jökulsorfinna dala. Aðeins brúnir og ofanverð-
ar hlíðar hinna dýpri dala, einkum utanverðra, stóðu upp úr hin-
um sígandi ísstraumi og gnæfa nú þverhöggnar við himin.
Eftir að ísöld lauk, fyrir aðeins um tíu þúsund árum, hafa ár
og lækir enn grafið óteljandi gil í berggrunninn, en þær skorur
eru bæði svo miklu minni í sniðum og auk þess krappari og krók-
óttari en hinir jökulsorfnu dalir, að þar er ólíku saman að jafna.
35