Strandapósturinn - 01.06.1970, Síða 92
staðar sjávarmöl undir jarðvegi, og vottar sums staðar fyrir fjöru-
körnbum, upp í h.u.b. 30—35 m hæð y.s.
Krossnes: Langleiðina hringinn í kringum Krossnesfjall er all-
breið sylla (eða mjó láglendisræma) brimsorfin líkt og undir
Balafjöllum. Hún er víða um 20—25 m y.s. Efstu sjávarmörk
hljóta að liggja nokkru hærra, en eru hulin skriðu og jarðvegi.
Hinn mikli breytileiki í hæð efstu sjávarmarka og alger vönt-
un slíkra merkja inni í mörgum fjarðarbotnum á Ströndum þarf
skýringar við:
Hæstu sjávarmörkin eru elzt, ef til vill frá þeim tíma, er
sjávarborð lá allra hæst hér við land undir ísaldarlokin. En þá
var Vestfjarðahálendið enn nær alþakið jökli og skriðjöklar gengu
þaðan út alla dali og firði á haf út. Sjórinn náði því hvergi til að
brjóta land nema á nesjum og í vari af sæbröttum fjöllum. Hitl
fór fram samtímis á fáum árþúsundum, að land reis úr sæ og
sporðar skriðjöklanna hörfuðu inn eftir fjörðunum. Vöntun sjáv-
arminja ofan við núverandi fjöru, t.d. í Kaldbaksvík og innst í
Reykjarfirði, vitnar um, að þar hafi skriðjökulstungur enn teygzt
í sjó niður, eftir að sjávarborð hafði lækkað niður í núverandi
legu.
Af rannsóknum á Suðurlandi er sýnt, að þar var sjávarborð
naumast fulllækkað fyrr en um það bil fyrir níu þúsund árum.
Enn fremur var þá orðið jökullaust þar og meira að segja alla
leið þaðan norður yfir Kjöl til Húnaflóa. — Þetta bendir til að ís-
aldarjöklar hafi haldið velli nokkru lengur á Vestfjörðum en í
öðrum landshlutum. Munurinn þarf þó ekki að vera meiri en um
eitt þúsund ár.
Mál er nú til komið að minnast á hinn forkunnarlega stein í
Stóru-Ávík, sem var tilefni þessa greinarkoms.
Fyrst frétti ég af honum heima hjá Torfa Guðbrandssyni skóla-
stjóra á Finnbogastöðum, þar sem ég settist upp og naut mikillar
gestrisni og fyrirgreiðslu þá daga, sem ég skoðaði mig um í Tré-
kyllisvík. Ekki man ég betur en allir, sem ég hitti síðar þar í
sveit og innti eftir þessum steini könnuðust við hann og vissu, að
hann gat ekki verið af íslenzku bergi brotinn, en myndi kominn
með hafís. En frægð hans er ekki gömul og mun fram á síðustu
90