Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 93
Steinninii í Stóru-Ávík, bærinn í baksýn. (Ljósm.: GuÖm. Kj.)
ár ekki hafa náð út fyrir takmörk Árneshrepps. Anna Jónsdóttir,
fædd og uppalin í Stóru-Ávík, en nú stöðvarstjóri pósts og síma
á Djúpavík, sagði mér skemmtilegar endurminningar sínar um
steininn. Var það raunar eftir að ég hafði sjálfur skoðað hann. í
æsku lék Anna sér oft með öðrum börnum hjá þessum stóra steini
eða uppi á honum. Og krökkunum varð ljóst, að þetta var merki-
legri steinn en gengur og gerist og hændust að honum öðrum
steinum fremur. Við nána aðgæzlu, helzt í sólskini, sáu þau glitta
kynlega á einhverjar agnir í honum. Þetta hefur minnt börnin á
skíran málm, því að þau kölluðu steininn Silfurstein sín á milli.
Ekki hefur það nafn þó festst við hann, svo að það geti talizt ör-
nefni, en vel mætti svo verða.
Ég kom að Stóru-Ávík 29. júlí 1967 og fékk ágætar við-
tökur hjá Jóni bónda Guðmundssyni, föður Önnu á Djúpavík.
Hann vísaði mér á steininn og gaf mér leyfi til að brjóta úr hon-
um sýnishorn til athugunar og varðveizlu á Náttúrufræðistofn-
uninni. Steinninn er auðfundinn, þar sem hann liggur á bersvæði,
91