Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 95
Steinninn í Stóru-Avík, Krossnesfjall í baksýn.
(Ljósm.: Guðm. Kj.j
En efstn sjávarmörk á Reykjarnesi sýna, að þar hefur sjór aldrei
staðið hærra, eftir að jökla leysti, en urn 45—50 m yfir núverandi
fjöru. Líklegast verður að telja, að steinninn hafi komið um þær
mundir, er sjávarborðið lá við þau mörk. Þá var þar 25—30 m
dýpi, sem hann liggur nú, og er jaka með slíka kjölfestu varla ætl-
andi að hafa flotið á minna dýpi.
Að vísu lá sjávarborð enn hærra áður, sbr. efri fjörukambinn,
nær 60 m y.s., norðan við mynni Kaldbaksvíkur. En þá verður
að ætla, að jökull hafi enn gengið í sjó fram alls staðar í grennd
við Avík og fljótandi sporður hans þar meinað landtöku aðkomu-
jökum frá öðrum löndum.
Ekki treystist ég að leiða neinar getur að því, úr hvaða landi
granítsteinn þessi er ættaður, en þar koma helzt til greina: Norð-
austur-Grænland, Svalbarði, Novaja Semlja, Múrmanskströnd í
Rússlandi og Norður-Noregur. Á öllum þessum landsvæðum
gengu öflugir skriðjöklar á haf út í ísaldarlokin, og einnig mun þar
93