Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 96
alls staðar nóg af graníti. Hugsanlegt er, að finna megi, af hvaða
bergi steinninn er brotinn (i bókstaflegri merkingu) með saman-
burði á honum við graníthleifa fyrmefndra landa. En hitt er þó
líklegra, að sams konar granít og í Silfursteini megi finna í
fleirum en einu þeirra eða í þeim öllum, svo að enginn úrskurður
fáist.
Ekki er það nú neitt einsdæmi, að við strendur íslands finnist
steinar úr annarlegum bergtegundum og vissulega af erlendum
uppruna. Langmest brögð em að því á stöðum, sem kunnugt er
um, að verið hafa lendingarstaðir hafskipa, og á stiandstöðum, og
er það grjót eflaust að mestu leyti hingað komið sem kjölfesta í
skipum. En sú skýring kemur ekki til mála um steina, sem em
stærri en manns meðfæri eða liggja í jarðlagi, sem er eldra en
Íslands byggð. Um farkost slíkra steina er ekki öðm til að dreifa
en hafís. Nokkur dæmi skulu til tínd :
Tveir hnefastórir steinar úr útlendu bergi, gneisi, hafa fundizt
í hörðnuðum sjávarleir norður á Tjömesi. Þetta set er frá ísöld
og meira en milljón ára gamalt. (Þorleifur Einarsson: Hafísinn,
bls. 398.)
í fjömnni sunnan við mynni Hallbjarnarstaðaár á Tjömesi er
stóreflissteinn úr annarlegu grænflykróttu bergi. Hann er trúlega
þangað kominn með hafís og af erlendum uppmna. (Sigurður
Þórarinsson; Náttúmfr. 1966, bls. 35—47.)
í Búlandshöfðafjöm á Snæfellsnesi fannst stór steinn um 300
kg úr gneisgraníti árið 1903 og var síðar fluttur suður. Ólíklegt
er, að menn hafi flutt hann til landsins. — Og á Breiðafirði út af
Rifi náðist upp stór tinnusteinn á akkeri bátsins Farsæls vorið
1960. Hann er nú geymdur hér í Náttúrufræðistofnuninni. (Sig.
Þór., s.st.)
Að lokum nærtækari dæmi af Ströndum: Jón bóndi í Stóm-
Ávík sýndi mér heima hjá sér brot út stómm steini, sem þar hafði
fundizt í fjömnni fram undan bænum um vorið eftir ísavet-
urinn 1965. Þetta var granítsteinn, á að gizka 20—30 kg að
þyngd og ávalur mjög. Granítið er óvenju ljósleitt, með nær hvítu
feldspati og miklum glitflögum. Hafði ég áður séð brot úr þessum
sama steini sem stofustáss á öðmm bæ í sveitinni, en fékk nú
94