Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 97
sjálfur fallegt sýnishorn handa Náttúrufræðistofnunni. Að öðru
leyti en bergtegundinni skar þessi steinn sig úr öðru fjörugrjóti í
því, að á honum var enginn sjáanlegur þörungagróður. Samt þyk-
ir mér ekki líklegt, að steinninn hafi borizt hingað til lands með
hafísnum árið, sem hann fannst, því að mér skilst, að í þeim haf-
Is hafi verið lítið sem ekkert um eiginlegan borgarís, brotinn úr
skriðjöklum. Trúlegra er, að steinninn hafi komið með borgarjaka
á fyrri ísárum, ef til vill fyrir mörgum öldum, en síðan legið hul-
inn öðru fjörugrjóti, þangað til ísinn, sem þarna varð landfastur
1965, rótaði til í fjörunni.
Að lokum er þess skemmst að minnast, að Jóhannes Jónsson frá
Asparvík hefur sagt mér frá stórum steini, með glitflögum og
eflaust útlendum, sem hann man vel eftir í fjörunni norðan við
Slitranef undir Kaldbaksvíkurkleif. Sá steinn hvarf um 1930, og
hefur sennilega hrunið yfir hann úr kleifinni.
95