Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 104
Reiður ungur maður
Ungur maður, ósköp reiður.
(Ætli liann sé stundum leiður?)
Öðrum kennir, allt sem fer
úrskeiðis i landi hér.
Eldri kynslóð öll er truntu lýður,
sem ekki. fyrir mennta Ijósum skríður.
En skapað hefur erfiðleika illa,
óskabörnum, sem að framtíð hylla.
Ungur maður, ósköp reiður.
(Er að honum gjörður seiður?)
Dómsorð lœtur feiknleg falla,
fordœmingin hittir alla.
Að lasta aðra, er ekki dýpsta menning,
að endurleysa heiminn, f'ógur kenning.
Þá dugir ekki, að liggja í leti á reki,
ef lífsins viltu hljóta æðstu speki.
Ungur maður, ósköp reiður.
(Ekki er reiðin neinum heiður.)
Um öxl ef lítur litla stund,
þú lítur foreldranna pund.
Hver plægði landið, grœddi móa og mýrar,
menning jók, hvað talar óllu skýrar?
Ei skalt þú deila á aldinn þreyttan hal,
þú ert það, sem bráðum koma skal.
Þuríður Guðmundsdóttir frá Bæ.
102