Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 105
Jónas Einarsson:
Borðeyrarverzlun
frá aldamótum
— KAUPFÉLAGSVERZLUNIN —
Kaupfélag Hrútfirðinga varð 70 ára 16. maí 1969. Frá þeim
degi árið 1899 er fyrsta íundargjörðin. Aðalmál þess fundar
munu þó hafa verið umræður um lög félagsins, sem samþykkt
hlutu og starfað var eftir fyrstu árin, að líkindum. Kemur þó fram,
að áður var búið að kjósa stjórnina og panta vörur hjá hinum verð-
andi félagssamtökum, sem báru þá nafnið Verzlunarfélag Hrút-
firðinga. Það var að Kollsá í Bæjarhreppi og stjórnin var skipuð
þessum mönnum: Kristjáni Gíslasyni, bónda Borðeyrarbæ, síðar
á Prestsbakka. Finni Jónssyni, fræðimanni Kjörseyri og sr. Páh
Ólafssyni, Prestsbakka. Einnig er þar getið tveggja deildarstjóra,
sem þá hafa áður verið kosnir eða skipaðir, þeirra Péturs Jónsson-
ar þá bónda á Kollsá, en síðar kenndur við Borðeyrarbæ og Ragú-
els Ólafssonar bónda í Guðlaugsvík. Á þessum fundi var mættur
fulltrúi, eins og segir „ . . . . nokkurra manna úr Bitru, er pantað
höfðu vöru í gegnum félagið s.l. vetur áður en félagsstofnunin var
103