Strandapósturinn - 01.06.1970, Síða 106
fullkomlega komin í kring“. Má því sjá að nokkur undirbúning-
ur félagsstofnunarinnar hafði þá þegar farið fram, að líkindum
veturinn 1898 til 1899.
Þá voru á þcssum fyrsta fundi, sem bókun er til yfir, skipaðir
fyrstu starfsmennirnir. Ullartökumaður, sem var jafnframt fram-
kvæmdastjóri þess Kristján Gíslason, hrossamatsmaður Finnur
Jónsson og fjárvigtarmenn Magnús Jónsson, Miðhúsum og Ben-
óný Jónasson, Laxárdal. Vigtarstaðir Guðlaugsvík, Bær, Fjarðar-
horn og Staður.
Framkvæmdastjóri annaðist viðskifti félagsins út á við þ.e.a.s.
beint við útlönd eða umboðsmann þess þar, sá um fjárreiður, sölu
afurða bænda mestmegnis eða eingöngu úr landi og færði bæk-
ur félagsins. Pétur Jónsson Kollsá, síðar á Borðeyrarbæ, sem fyrr
segir, var ásamt formanni sem starfsemin byggðist fyrst og fremst
á. Hann var svo kallaður sölustjóri. Var starf hans fólgið í að af-
henda og sjá um reikningsfærslu á vörum, sem félagsmenn pönt-
uðu. Það mun aldrei hafa tíðkast það fyrirkomulag, að deildar-
stjórarnir sæju um afhendingu til sinna deildarmanna, sem sums-
staðar þekktist, hefur því þeirra starf verið að safna pöntunum í
vörur og skrá væntanlegt innlegg á greiðslu útlendu vörunnar.
Deildarskiptingin var mikil t.d. var Bæjarhreppi skipt í þrjár
deildir, en Staðarhreppur þó aldrei nema ein, það séð verður.
Deildir munu hafa verið í Bitru svo og í Laxárdal í Dalasýslu. Pét-
ur Jónsson sá einnig um móttöku ullar og fleiri afurða bænda, sem
þeir létu frá hcimilum sínum til greiðslu á lífsnauðsynjum.
Fljótlega mun félagið hafa opnað söludeild með mjög takmörk-
uðu vöruvali til að byrja með. Var það gert til að vega upp á móti
áhrifum Riis kaupmanns, sem hafði mikið umleikis og stóð föstum
fótum sem vinsæll kaupmaður og harður keppinautur. Pétur, á-
samt konu sinni Valgerði Jónsdóttur, annaðist afhendingu úr sölu-
deildinni, þó ekki að staðaldri dag hvem, en í kauptíðum og eftir
ástæðum og óskum manna. Þau hjón vom samhent og vinsæl.
Þessi vara var hærra verðlögð en sú, sem pöntuð var í gegnum
pöntunardeildina, enda henni skipt upp strax og hún kom frá
skipi. Pöntunarfyrirkomulagið var notað að lang mestu leyti fyrstu
20 árin.
104