Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 108

Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 108
tilfellum áætlaðar og farið var eftir þegar fólk pantaði vöru hjá deildarstjórunum og áætlaði sitt innlegg á móti. Á árunum 1902 til 1905 þá var kjötpundið á 16 aura, vorull á 50, haustull 35, gærur á 20, æðardúnn 10 krónur og selskinn á 2,50 stykkið. Rúgur 17 kr. lunnan, hveiti 10,50 sekkurinn, haframjöl 16 krónur, maísmjöl 9, steinolía 18 aurar potturinn, sykur 35 aura pundið og kaffi 50 aura pundið. Akveðið var að reyna útflutning á smjöri sumarið 1904. Líklegt er að sú tilraun hafi ekki gefið góða raun, því ekki er minnst á það síðar í fundargerðum næstu ára á eftir sem innlegg. Sala á framleiðsluvörum bænda var snar þáttur í félagsstarfinu og ýmsar hugmyndir í þeim efnum, m,a. var ákveðið 1902, eins og segir í fundargerð. „Fundurinn ákvað að ætla alþingismanni Guðjóni Guðlaugssyni að minnsta kosti 50 krónur frá félaginu til utanfarar á yfirstandandi vetri í þeim tilgangi, að hann greiði fyrir viðskiptum félagsmanna erlendis“. Árið 1908 var komið á fremsta hlunn með að byggja sláturhús, en strandaði á lóð undir húsið. Kemur fram að keppinautur félags- ins, Riis kaupmaður, hafði þar átt mikinn hlut að máli, að ekki gat orðið úr framkvæmdum, því við þessa lóð verzlunarfélagsins var bundin sú kvöð til handa Riis, að hann mætti koma sér upp fjár- rétt á lóðinni, ef sauða-útflutningur hefðist aftur. Á fyrstu árum félagsins, áður en Samband kaupfélaganna var stofnað, sem síðar varð Samband ísl. samvinnufélaga, hafði það umboðsmenn, en fyrst og lengst af var það enskur maður að nafni Louis Zöllner í Newcastle, en hann annaðist afurðasöluna og út- vegaði erlendu vöruna. Ekki mun nú samstarfið alltaf hafa gengið árekstralaust. Bréfið, sem birt er hér á eftir, skýrir sig sjálft. Þrátt fyrir ágreining þann og vonbrigði forráðamanna félagsins hélzt samstarf við Zöllner, en svo mun hann hafa verið kallaður hér um sveitir, áfram nokkur ár eftir þetta. Þann 17. janúarmánaðar 1902 átti stjórnarnefndin í Verzl- unarfélagi Hrútfirðinga fund með sér á Borðeyri og ritaði hún umboðsmanni félagsins Louis Zöllner á þessa leið: „Undirskrifuð stjórnarnefnd í Verzlunarfélagi Hrútfirðinga hef- ur á fundi í dag tekið til íhugunar og andsvara bréf yðar, dags 106
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.