Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 109
Borðeyri.
19. nóv. síðastliðinn til formanns nefnds verzlunarfélags.
Hvað ormakornið snertir þá skulum vér taka það fram, að vér
erum alveg samþykkir skýrslu þeirri, er formaður hefur sent yður
um það, og að vér álítum hana í alla staði rétta. Eins og skýrslan
sýnir var orsökin til þess að ekki þótti fært að láta kjöt í tunnurnar,
en þær voru seldar ásarnt korninu, sú, að vér álitum lítt vinnandi
verk að hreinsa þær svo að tryggilegt væri og í annan stað óttuð-
umst vér að kjötið mundi verða illa ræmt á markaðinum, ef sú
fregn kynni, að berast út, að það væri í umbúðum, sem skömmu
áður hefði haft inni að halda vöru fulla af lifandi ormum. En þar
sem þér nú hafið lýst því yfir i ofannefndu bréfi að félagið skyldi
verða skaðlaust af þessu ormakorni þá höfum vér þar ekkert uppá
að klaga, en á hinn bóginn getum vér þó alls eigi aðhyllst þá skoð-
un, er oss virðist koma fram í bréfi yðar, að í raun réttri eigi
félagið að bera þannig lagaðan skaða.
Vér skulum játa að það er mjög illa farið að félagið skyldi kom-
ast í jafnstóra skuld og reikningur yðar til þess með sér ber, en til
107