Strandapósturinn - 01.06.1970, Blaðsíða 111
sagði um þessa tvo menn í ræðu er hann flutti að Reykjum í
Hrútafirði í júní 1949, þegar Kaupfélag Hrútfirðinga varð 50
ára:
„Kristján Gíslason má með réttu kallast aðalhöfundur kaup-
félagsins. Hann var formaður félagsstjórnar alveg eða næstum frá
upphafi og aðalreikningshaldari þess, meðan heilsa hans entist ....
En öllum öðrum er hægt að gefa fullan heiður fyrir starfsemi
þeirra í félaginu, þó að sagt sé, að enginn hafi þar tekið honum
fram um alúð og samviskusemi í starfi....
Ef rétt verður dæmt um menn og málefni, á nafn hans að
geymast í framtíðinni sem eins hins fremsta meðal hinna kyrrlátu,
megintraustu samvinnumanna. I höndum manna af hans gerð
er sameiginlegum hagsmunamálum almennings jafnan vel borgið.
Pétur Jónsson var fyrsti sölustjóri kaupfélagsins og gegndi því
starfi í nær 20 ár. Hann sýndi glögglega með starfi sínu, að
Hrútfirðingar þurftu ekki að leita út fyrir sinn hóp til þess að fá
mann, er væri því vaxinn.......“
Stjórn kaupfélagsins lét gera tvo tvíarma lampa, í virðingar- og
þakklætisskyni, með myndum af þeim Kristjáni og Pétri, sem
verða varðveittir hjá kaupfélaginu.
Þáttaskil verða í sögu félagsins 1920. Þá flytur framkvæmda-
stjóri þess, Kristmundur Jónsson, ásamt fjölskyldu sinni til Borð-
eyrar í húsnæði, sem kaupfélagið hafði þegar eignast, en þurfti þó
mikilla endurbóta við áður en íbúðarhæft teldist. Þetta hús hefur
alla tíð verið lélesgt, því strax 1926 eru höfð þau ummæli ,,að
komi vetur sem 1918 væri tæplega hægt að búast við því, að
hægt yrði að haldast við í því“.
Með komu Kristmundar er sölubúðin opin alla virka daga og
reyndar mun hún æði oft hafa verið opnuð á kvöldin og um
helgar, sem svo mörgum árum síðar var aflagt og þótti sumum
hart. Mér er nær að halda, að almennt hafi verið álitið, að búðar-
störf væri það létt verk, að ekki þætti nema sjálfsagt og varla
þakkarvert að afgreiða fólk, þegar því datt í hug að koma í kaup-
stað. En í huga skal hafa, að á þessum árum unnu menn langan
vinnudag, almennt 12 til 16 klukkustundir við slátt. Slíkur var
aldarandinn. Menn hafa löngum verið fastheldnir á gamla siði.
109