Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 113
um 1500—2000 kr. og sumir meira. Hér kemur örugglega fyrst og
fremst til tekjuleysi manna til að standa í skilum, þó ef tii vill
með nokkrum undantekningum. Hjá Riisverzlun söfnuðust líka
skuldir. Ef svo menn vildu færa sín viðskipti t. d. frá þeirri verzlun
til félagsins, var það gert að reglu að kaupfélagið greiddi skuld við-
komandi í hinni verzluninni. Hætt er við að báðir aðilar hafi
gengið feti of langt í úttekt viðskiptamanna í skuldareikninga
vegna kapphlaups um viðskipti þeirra.
Á árinu 1930 eru því kapitulaskipti í stöðu og starfsemi kaup-
félagsints þar sem það kaupir eignir Riisverzlunarinnar og yfirtekur
miklar og slæmar skuldir, að vísu með stórum afföllum og tekur
á sig þá ábyrgð að sjá viðskiptamönnum sínum, sem og hinum er
komu frá Riisverzl. fyrir nauðsynjum, en er sjálft fjárvana.
Þessir tímar voru viðsjálverðir. Afkoma manna mjög slæm.
Markaður fyrir saltkjöt til Noregs að lokast. Heimskreppan á næsta
leyti og húsbruninn með þeim fjárhagslega skaða, sem slíku vill
fylgja, sem svo stuðlar að vantrú fólks á félagsskapnum. Á árunum
upp úr 1930 tekst félaginu aldrei að leggja skútu sinni í var, sem
þó hefði verið full þörf, meðan gerningaveður kreppunnar gengu
yfir, því næddi löngum um stjórnendur, og er mér í efa að
nokkur annar framkvæmdastj. þessa félags sem Kristmundur, hafi
fengið erfiðari verk til úrlausnar. 1934 flytur hann til Reykjavík-
ur. Árið 1932 greinir framkv.stj. fiá því að gjaldeyrisvörur
bænda hafi lítið sem ekkert selst, og það sem selst hafi þá fyrir
lágt verð og alger óvissa um eftirstöðvarnar. Þar með er séð að
saltkjötssalan ætti enga framtíð fyrir sér.
Segja má að brugðist sé við vandanum á myndarlegan og raun-
hæfan hátt. Á fundi 28. febr. er ákveðið að byggja frysti-hús
við hið góða slátur-hús, sem félagið keypti af Riis-verzluninni.
Þessi ákvörðun er tekin í ljósi þeirrar staðreyndar, að markaður
fyrir saltkjötið lokaðist, en húsið var komið upp fyrir haust sama
árs. Nú er heimskreppan í algleymingi. Á árinu 1933 kemst skrið-
ur á uppgjör skulda margra bænda með milligöngu Kreppulána-
sjóðs. Þar með komast fjölmargir bændur úr skuldakröggum sín-
um, sumir til langframa, aðrir í bili. Kreppulánasjóður lánaði
bændum þann hluta skulda þeirra, sem ekki var eftirgefinn af
111