Strandapósturinn - 01.06.1970, Síða 114
lánastofnunum, með hagkvæmum kjörum, til margra ára. Ekki
er nú vitað hve kaupfélagið tapaði miklum fjármunum í þessu
skuldauppgjöri. Segja má að það hafi verið í mörgum tilfellum
viðurkenning á staðreynd, sem var smátt og smátt að koma í ljós
í gegnurn árin, að margur gat aldrei greitt skuldir sínar án ein-
hverra slíkra aðgerða.
Þegar staðið var upp frá þessurn aðgerðum leit margur maður-
inn bjartari augum til framtíðarinnar, enda fór þá afurðaverð
hækkandi með útflutningi á frosnu kjöti til Englands.
Átök verða í kaupgjaldsmálum, sem munu hafa náð hámarki
1934 með hinni svokölluðu Borðeyrardeilu. Efið nýstofnaða Verka-
lýðs- og smábændafélag Hrútfirðinga, en svo hét félagið upphaf-
lega, tjáði stjóm kaupfélagsins að Verkalýðssamband Norðurlands
myndi semja fyrir þess hönd um kaup og kjör. Viðbrögð stjómar-
innar vom að fela Sambandi ísl. samvinnufélaga samningsgjörð
fyrir sig.
Á ámnum 1935 til 1940 er um margt að hugsa. Menn leita
nýrra úrræða um fjölbreytni í framleiðsluháttum, m.a. af því, að
þá tók hin illræmda mæðiveiki að drepa fé bænda. Athugað var
um svínarækt, sem komst nú aldrei til framkvæmda, garðrækt
var aukin, ræktun garðávaxta í vermireitum var reynd sums stað-
ar. Kaupfélagið kom á litlu smjörsamlagi, sem tók við smjöri frá
bændum, sem allra nýjustu. Það var hnoðað upp og steypt í mót
og síðan selt. Það mun hafa verið starfrækt í nokkur ár.
Hugmyndir eru uppi um ýmsar framkvæmdir á vegum félags-
ins. Hafskipabryggjugerð er komin á fremsta hlunn. Teikning
hafði verið gerð nokkrum árum fyrr af Sig. Thóroddsen. Árið 1939
átti að láta til skarar skríða, en gjaldeyrisnefnd gaf ekki leyfi til
innfl. á efni til framkvæmdarinnar. En líklegt taldi þingmaður
kjördæmisins, að fjárveiting til verksins fengist ef tiltök væru að
byggja hana úr rekaviði. Enn eru nokkrir rekastaurar til frá þessu
ári hér á Borðeyri. Vindur og regu hefur á þeim mætt og þeir
týna tölunni og fúna niður. Þeir minna aðeins á nokkuð sem átti
eitt sinn að ske, en aðstæður og atvik gerðu að engu.
Athugaðir voru virkjunarmöguleikar á læk hjá Valdasteinsstöð-
um til raflýsingar fyrir Borðeyrarkauptún. Aldrei varð af því. Raf-
112