Strandapósturinn - 01.06.1970, Qupperneq 120
kvæmdir á þessum síðustu árum, þó að það væri lang stærsti
þátturinn. Innlánsdeild var stofnuð 1954 og eru nú í henni 12
milljónir króna, sem fyrst og fremst eru þess valdandi að eðlilegur
og greiður rekstur félagsins gengur fyrir sig. A árinu 1962 var
tekin upp lánastarfsemi til félagsmanna tíl að auðvelda þeim kaup
á vélum til búskaparins og flýta fyrir vélvæðingu. Lán út á dráttar-
vélar eru 40% af kaupverði nýrra véla til þriggja ára, en nokkru
hærra hlutfall út á heyvinnutæki en þá til tveggja ára. Llm dálitla
fræðslustarfsemi hefur verið að ræða, þá aðallega með milh-
göngu SIS. Konum var af og til boðið í hópferðalög og mæltist
það vel fyrir.
Nú er félagssvæði Kaupfélags Hrútfirðinga Bæjarhreppur og
Staðarhreppur þó ekki alveg óskiptir og nokkur viðskipti eru úr
Laxárdal í Dalasýslu. Félagsmenn eru rúmlega 100 að tölu í
tveimur deildum, sem fundir eru haldnir í einu sinni á ári og að
þeim loknum aðalfundurinn á vorin. Stjórnarfundir eru svo haldn-
ir eftir því sem þurfa þykir, alltaf nokkrir á ári hverju.
Vörusala er núna um 23 milljónir. Stór hluti hennar er reksturs-
vörur bænda. Skulu nefndir tveir liðir. Aburður og sáðvörur 3,4
milljónir, fóðurvörur 5,4, að ógleymdum olíum og benzíni sem
er orðinn stór liðnr í rekstri búanna. Heildarvelta félagsins árið
1970 verður á milh 45 og 50 rrulljónir.
Eitt hundrað ár eru hðin frá stofnun Félagsverzlunar við Húna-
flóa, undanfara samvinnufélaganna, er veitti samtíð sinni og eftir-
komendum reynslu og þekkingu. Sjötíu ár síðan Kaupfélag Hrút-
firðinga var stofnað af fátækum bændum þessa héraðs og víst er
að áfram heldur sagan að gerast.
Listi yfir stjórnarnefndarmenn Kaupfélags Hrútfirðinga frá
stofnun þess til þessa tíma:
Kristján Gíslason, Prestsbakka, 1899—1913 þar af formaður í
12 ár.
Sr. PáU Ólafsson, Prestsbakka, 1899—1901.
Finnur Jónsson, Kjörseyri, 1899—1903.
Jósep Jónsson, Melum, 1901—1913.
Guðmundur Bárðarson, Bæ, 1903—1920 þar af form. í 2 ár.
118