Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 122
Kristmundur Jónsson, Kolbeinsá, 1918—1934.
Pétur Sigfússon, Húsavik, 1935—1943.
Kjartan Guðjónsson frá Miðhúsum, 1943—1945.
Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka, 1945—1946.
Jón Gunnarsson frá Miðfjarðarnesi, 1946—1951.
Jónas Einarsson frá Grænumýrartungu, 1951 og er starfandi.
Ingimundur Jörundsson:
SUMARNÓTT.
Kvölds í fegurS, stjörnur bjartar blika,
bárur kvika létt við fjöru-sand.
Mánans geislar dal og strendur stika
stoltir fika sig um haf og land.
Kyrrðin faðmar ölduveginn víða,
veðurblíðan andar milt og rótt.
Silfurtœrar ár að ósum líða,
eru að prýða þessa fögru nótt.
Svo frá hæðum, Ijóss á fari líður
Ijúfur blíður geisli, er vermir fold.
Blómin vekur morgunþeyrinn þýður,
þekur fríður gróður jarðarmold.
MARGT ER ÞAÐ.
Margt er það sem mönnum finnst
mœða i þessurn heimi.
En stundum er það mesta, minnst
af mörgu, í lífs andstreymi.
120