Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 123
Jóhannes frá Asparvík:
Svipmynd frá síðustu öld
í fardögum vorið 1888, flytur að Skarði í Bjamarfirði, Guð-
mundur Jónsson, Pálssonar á Kleifum í Kaldbaksvík og síðari
kona hans, Halldóra Sigríður. Til þeirra réðist sem smali um
sumarið, Bjarni Jónsson, trésmiðs Elíassonar á Klúku í Bjarnar-
firði. Bjarni mun þá hafa verið 15 ára gamall.
Eftirfarandi sögu sagði Bjarni er hann var kominn yfir sjö-
tugt, og voru honum þá enn í fersku minni hungur og harð-
rétti áratugsins 1880—1890, en þó sérstaklega árin 1887 og
1888.
Áður en við hefjum frásögn Bjarna, skulum við athuga hvað
heimildir segja um afkomu manna og veðurfar þessi 2 ár.
Um árið 1887 er þetta sagt: Víðsvegar að berast nú fréttir
um stórversnandi afkomu fólks og í sumum sveitum er almennt
bjargarleysi og vandræði. Aðalorsökin er gífurlegur fjárfellir í vet-
ur og vor, einkum norðanlands og vestan. Skepnuhöld urðu á
liðnum vetri einhver hin verstu, sem um getur, einkum á Norð-
ur- og Vesturlandi. Olli því mestmegnis heyafli hins liðna árs, er
allstaðar var htill, en reyndist þar á ofan afar illa að gæðum, hey-
in bæði skemmd, óholl og létt.
Hins vegar var heyásetning afar djörf víða, eins og of mjög
tíðkaðist. I apríl voru hey víða algerlega uppi fyrir sumarmála-
kastið, og þegar það skall á, varð fénaður sumstaðar nyðra og
vestra að svelta í húsunum. Kýr voru sumstaðar fóðraðar á
hrísi og mjólkurlekanum úr sjálfum þeim. Þó versnaði urn all-
an helming, þegar kom hret það, sem gerði á uppstigningar-
dag. Féll þá fénaður unnvörpum vestra og nyrðra og jafnvel
eystra. Mest mun fjártjónið hafa orðið í Skagafjarðar- og Húna-
121