Strandapósturinn - 01.06.1970, Blaðsíða 127
Þorsteinn Matthíasson:
ALDABIL
ÓFEIGSFJÖRÐUR.
Jarðardýrleiki 24 hundruð.
Jarðeigendur, að 8 hundruðum Sveinn Jónsson á Krossnesi, að
5 hundruðum Sr. Halldór Magnússon að Kaldaðamesi, að 6
hundruðum Jón Árnason skólameistari.
Jörðin liggur í eyði.
Landskuld hefur verið ýmisleg, af parti Sr. Halldórs altíð 5
aurar, af 8 hundruðum í því sem Sveinn á voru 10 aurar áður
en hann eignaðist, en síðan hefur hann ábúið í 12 ár, en af 5
hundruðum, sem Sveinn á að auk, voru áður hann tók við 5 aur-
ar eða 60 álnir. En Sveinn hefur um fá ár bygt lítið af sínum
parti, eitt hundrað fyrir eyrir. Af parti Jóns Árnasonar finst að
landskuld skuli áður verið hafa 1 hundrað 4 aurar. Landskuld
hefur betalast í landaurum.
Leigukúgildi hafa verið á 8 hundruðum af því sem Sveinn nú á
2, á hinu sem hann á 1, á parti Jóns Árnasonar 2 á parti Sr.
Halldórs Magnússonar 1. Leigur hafa betalast í smjöri, stundum
sumt af þeim leyst með peningum eftir íslendskum taxta.
Kvaðir voru öngvar.
Viður til húsanna var tekinn af rekanum.
Þar kann að fóðrast 1 kýr, 18 ær, 10 sauðir geldir.
Mósikurður mætti þar vera. Selveiði stundum í betra lagi þeg-
ar til vill og fyrir hafís verður. Heimræði mætti þar vera og ei
illa tilkomið. Reki hefur þar áður verið óþverrandi, en nú í mörg
ár hefur þar ekki rekið nema lítilháttar. I rekanum hafa öðrum
verið og eru eignuð þessi ítök Ámesskirkju tíundi partur úr öllum
hvölum, ut supra á Dröngum. Helgafellskirkju eftir máldaga í
Básum hálfur reki, allur milli Hrúteyjarklcifar og Merkihamars,
hefur þó kirkjan aldrei þess notið so menn viti. Klaustrinu á Þing-
125