Fréttablaðið - 07.05.2022, Síða 16
156 líf-
eyrisþegar
hafa enn
ekki fengið
endurút-
reikning
vegna
skráningar
séreignar-
sparnaðar
á árinu
2020.
Lífeyrisþegar sem tóku út
lífeyrissparnað sem hluta af
sérstöku úrræði stjórnvalda
í heimsfaraldri Covid, búa
margir hverjir enn við skerð-
ingar og skuld við Trygginga-
stofnun nærri tveimur árum
eftir úttekt, þrátt fyrir að
skýrt væri tekið fram í lögum
að úttektin ætti ekki að leiða
til skerðinga.
Til að bregðast við Covid-heims-
faraldrinum heimiluðu stjórnvöld
lífeyrisþegum, með takmörkunum,
úttekt á séreignarsparnaði sínum
án þess að það hefði áhrif á bætur
þeirra eða réttindi. Rúmu ári eftir
að heimildin var gefin kom í ljós að
allt að 300 lífeyrisþegar sem nýttu
sér þetta höfðu mögulega orðið fyrir
skerðingu.
Á st æða skerðingar innar er
ýmist sú að úttektin var vitlaust
skráð hjá vörsluaðilum sem úttekt
vegna örorku, að ekki voru til rétt
umsóknareyðiblöð fyrir úttektina
hjá vörsluaðila, eða að umsókn-
areyðublaðið var ekki þannig hann-
að að lífeyrisþeginn gæti komið því
á framfæri að um slíka úttekt væri
að ræða.
Eins og stendur er eitt mál til
meðferðar hjá Yfirskattanefnd
vegna slíkra skerðinga, en í síðasta
mánuði kvað nefndin upp sinn
fyrsta úrskurð í slíku máli og felldi
úr gildi ákvörðun ríkisskattstjóra
í máli manns sem hafði tekið út
sparnað sem var vitlaust skráður á
skattframtali sem tekjur.
Í frétt á vef Tryggingastofnunar í
júlí í fyrra kom fram að orsök skerð-
ingarinnar hjá þeim væri skrán-
ing tekna í skattframtal af hálfu
vörsluaðila séreignarsparnaðar. Var
úttektin skráð í skattframtal sem líf-
eyrisgreiðslur úr séreignarsjóðum
en ekki sem sérstök útgreiðsla sér-
eignarsparnaðar, sem hefur ekki
áhrif á tekjutengdar bætur. Þar
kom svo fram að Tryggingastofnun
bæri að fara eftir skráningu frá
Skattinum og gæti því ekki breytt
skráningunni.
Á annað hundrað bíða
Tryggingastofnun sendi bréf til
þeirra 300 sem töldu sig hafa orðið
fyrir slíkri skerðingu með upp-
lýsingum um hvernig væri hægt að
fá leiðréttingu. Samkvæmt upp-
lýsingum frá stofnuninni kom í
ljós við nánari skoðun að alls urðu
207 einstaklingar fyrir lækkun og
við síðustu úttekt stofnunarinnar
hafði aðeins 51 þeirra fengið skatt-
framtali sínu breytt hjá Skattinum
og í kjölfarið endurútreikning hjá
TR.
„Það eru því 156 lífeyrisþegar sem
hafa ekki fengið endurútreikning
vegna skráningar séreignarsparn-
aðar á árinu 2020,“ segir í svari
stofnunarinnar við fyrirspurn
Fréttablaðsins og að ítrekað verði
við hópinn hvernig er hægt að óska
þess að fá þetta leiðrétt.
Júlíus Birgir Jóhannsson hefur
í meira en ár barist fyrir því að fá
skráningu í skattframtali leiðrétta
svo hægt verði að leiðrétta skerð-
ingu á tekjum hans og réttindum,
en í miðjum heimsfaraldri tók
hann út hluta séreignarsparnaðar
síns, í þeirri trú að það myndi ekki
skerða tekjur hans eða réttindi með
neinum hætti.
Anna Kjartansdóttir tók út sér-
eignarsparnað lífeyrissjóðs hjá
Íslenska lífeyrissjóðnum hjá Lands-
bankanum árið 2020 og segist, eins
og margir aðrir í þessari stöðu, hafa
hakað í vitlausan reit og úttektin
því vitlaust skráð á skattframtalinu
hennar.
Ásgeir Jónsson öryrki tekur í
sama streng og Anna, en hann tók
út séreignarsparnaðinn sinn hjá
Almenna lífeyrissjóðnum í tengsl-
um við úrræði stjórnvalda í þeim
tilgangi að kaupa sér húsnæði.
„Ég fékk svo bréf frá TR þar sem
þau biðja lífeyrissjóðinn um að
haka við reit 140 í stað 143 en þau
neita því og biðja Skattinn að gera
það, sem neitar því líka, og þá þurfti
ég að borga alla summuna til baka
því það er ekki reitur á eyðublaðinu
frá Almenna lífeyrissjóðnum til að
haka við vegna húsnæðiskaupa. Svo
vegna þess að ég er öryrki er verið
að hegna mér tvisvar fyrir að taka
þetta út,“ segir Ásgeir, en reitur 140 á
framtalinu er sá reitur sem þeir sem
taka út samkvæmt úrræðinu eiga að
haka við. n
Nánar á frettabladid.is
Covid-úrræði olli tekjutapi og skuldum
Búinn að margborga til baka
Júlíus Birgir
Jóhannsson
Rúmu ári
eftir að Júlíus tók
sparnaðinn út
komst hann að
því að úttektin
var skráð með
vitlausum hætti
á skattframtali hans og reiknuð
sem tekjur.
„Það hefur skapast ákveðinn
vítahringur frá því að þetta
byrjaði. Ég er daufblindur og
heyri ekki neitt. Það kom nýlega
á markað búnaður fyrir fólk eins
og mig sem Heyrnar- og tal-
meinastöðin hefur milligöngu
um, þetta er sérstakur dyra-
bjöllubúnaður, reykskynjarar
og vekjaraklukkur. Sjúkratrygg-
ingar borga bara 80 prósent en
eftir standa 20 prósent. Mig
vantaði peninginn fyrir mínum
hluta kostnaðarins. Ég sótti
um styrk hjá borginni og var að
bíða eftir úrvinnslunni þegar ég
ákvað að taka lífeyrissjóðinn
út,“ segir Júlíus Birgir.
Hann segir hina röngu
skráningu hafa haft víðtæk áhrif
á líf hans og geri enn. Þar sem
Skatturinn skráði þetta sem
tekjur hafði það áhrif á upp-
hæðina sem hann fékk greidda
út frá Tryggingastofnun og svo
í kjölfarið skertust húsaleigu-
bæturnar í samræmi við þessar
meintu hærri tekjur.
Hann segir að afleiðing-
arnar séu svo umfangsmiklar og
dreifist á svo margar stofnanir
að hann geri sér varla vonir um
að fá allt til baka. Það eigi þó
eftir að koma í ljós eftir nýfall-
inn úrskurð Yfirskattanefndar.
„Ég veit að ég er búinn að
margborga úttektina til baka.“
Aðspurður segir Júlíus að
hann hefði hætt við úttektina
hefði hann vitað hverjar af-
leiðingarnar yrðu.
Lífeyrisþegar
sem tekið hafa
út séreignarlíf-
eyrissparnað
hafa orðið fyrir
skerðingum
hjá Trygginga-
stofnun.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Fær enn skertar tekjur
vegna málsins
Anna
Kjartansdóttir
„Ég hélt að ég
væri að haka
við á grund-
velli sérstöku
heimildarinnar
í tengslum við
Covid og sam-
kvæmt henni átti úttektin
ekki að skerða mínar tekjur
hjá TR. Það var grundvöllur
úttektarinnar,“ segir Anna.
Hún segir að eftir að þetta
uppgötvaðist hafi hún verið í
stöðugu sambandi við Skatt-
inn en að þau hafi ekki enn
fengist til að breyta skráning-
unni á skattframtali hennar
og segist ekkert geta gert.
„Ég fór í skuld við Trygginga-
stofnun út af þessu og enn í
dag er verið að skerða tekjurn-
ar mínar þar,“ segir Anna.
Hefði líklega ekki tekið
sparnaðinn út
Ásgeir
Jónsson
Ásgeir segir
að hann sakni
þess að hafa
ekki fengið
leiðbeiningar
um umsókn
sína en að þegar hann sótti
um hafi ekki verið neinar leið-
beiningar á vef Almenna líf-
eyrissjóðsins um þetta. Þess
má geta að á umsókninni
þegar Ásgeir sótti um var ekki
hægt að haka við að það væri
vegna úrræðis stjórnvalda.
„Það kom hvergi fram að
þetta gæti valdið skerðingum
hjá Tryggingastofnun,“ segir
Ásgeir og bætir við að hefði
hann vitað af þessu þá hefði
hann líklega ekki sótt um að
taka sparnaðinn út.
Lovísa
Arnardóttir
lovisa
@frettabladid.is
FRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 7. maí 2022 LAUGARDAGUR