Fréttablaðið - 07.05.2022, Page 18

Fréttablaðið - 07.05.2022, Page 18
n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun Íslendingar hafa afhent örfáum útgerðar- fjöl- skyldum öll yfirráð til sjós, svo auðurinn vellur upp úr vösum þeirra. Þessar fjöl- skyldur sitja að völdum sem ná langt út fyrir lýð- ræðið í landinu. Þyrsti fólk í átök um „óuppgerð- an menn- ingararf“ er af nógu að taka án þess að mannorð mynd- höggvara og við- fangsefnis hans sé atað aur að ósekju. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Við Íslendingar tollum að jafnaði í tískunni. Nýverið hefur okkur hins vegar gengið illa að sníða heitustu hegðunina í útlöndum að aðstæðum heimafyrir. Í síðasta mánuði var styttu Ásmundar Sveinssonar af landkönnuðinum Guðríði Þorbjarnardóttur stolið af stalli sínum við Laugarbrekku á Snæfellsnesi. Verkið, sem er talið fyrsta íslenska styttan af nafngreindri konu og sýnir Guðríði og nýfæddan son hennar í Ameríku í kringum árið 1000, birtist stuttu síðar fyrir utan Nýlistasafnið innan í heimasmíðaðri geimflaug. Um var að ræða gjörning tveggja listakvenna, sem sögðu styttuna rasíska og vildu breyta henni í geimrusl. Síðustu ár hefur styttum af rasistum og þrælahöldurum verið steypt af stalli víða um heim. Margir klóruðu sér hins vegar í höfðinu yfir íslenskri útgáfu mótmæla- bylgjunnar. Hvað höfðu Ásmundur og Guðríður unnið sér til saka? Listakonurnar viðurkenndu að hvorki myndhöggvarinn né viðfangsefni hans hefðu verið rasistar. Þær héldu þó ásökunum sínum til streitu og túlkuðu eigin gjörning sem „átök um óupp- gerðan menningararf“. Afrek eins, harmur annars Hinn 8. júní árið 793 horfðu munkarnir á eyjunni Lindisfarne við norðausturströnd Englands til sjávar. Utan úr þokunni birtist óvættur, höggormur eða dreki sem beraði tennurnar. Eftir því sem skepnan nálgaðist land varð munkunum þó ljóst að ekki var um að ræða eiginlegt skrímsli heldur skip, stærra og hraðskreiðara en þeir höfðu nokkru sinni séð. Drungi himins speglaðist í hjálmum þungvopnaðra manna sem stukku frá borði og þustu upp ströndina. Örvæntingaróp fylltu loftin er innrásarherinn slátraði munkunum einum af öðrum. Blóð þakti veggi kirkjunnar. „Heiðingjar tröðkuðu á líkum dýrlinga í musteri Guðs eins og mykju á götu.“ Gestirnir yfirgáfu eyjuna klyfjaðir gersemum klaustursins. Árásin á eyjuna Lindisfarne er talin marka upphaf víkingaaldar í Evrópu. Frá sjónar- hóli okkar Íslendinga eru forfeður okkar víkingarnir holdgervingar hugrekkis og framtakssemi. Í grunnskóla er okkur sagt frá heimshornaflakki þeirra, sjálfsbjargarvið- leitni og hæfileika þeirra á sviði skipasmíða. Látið er sem strandhögg hafi verið þess tíma verslunarleiðangur í Kringluna og stúlknarán á Írlandi hafi verið í ætt við að pikka upp skvísu á Kaffibarnum. Í nýlegri kennslubók í Íslandssögu sem Námsgagnastofnun gaf út segir: „Víkingaöld er að mörgu leyti merki- legasta tímabilið í sögu Norðurlanda en afrek norrænna manna á þeim tíma gerðu þá að mestu heimsborgurum Evrópu.“ En „afrek“ eins er harmur annars. Í breskum grunnskólum læra börn um Alfegus erkibiskup af Kantaraborg, sem víkingar drápu eftir að hafa farið ránshendi um dóm- kirkjuna hans og brennt hana til grunna. Í augum þeirra voru víkingarnar ofbeldis- menn, þjófar og þrælasalar. Margar þjóðir endurmeta nú sögu sína. Styttur falla; hetjudáð verður hrottaskapur; hnigið heimsveldi þar sem „sólin settist aldrei“ kiknar nú af skömm yfir athæfi sínu í nýlend- um þar sem „blóðið storknaði aldrei“. Langi okkur Íslendinga til að taka þátt í þeirri veg- ferð er ekki nokkur þörf á listrænni oftúlkun í leit að gömlum syndum. Fyrir framan nefið á okkur er hneyksli sem við erum ekki aðeins sek um að hunsa heldur líka hagnast á. Á stöllum um borg og bý upphefjum við hjálmklædda blóðhunda fortíðar án þess að gefa því nokkurn gaum. Að auki gerum við okkur víkingana að féþúfu en líkneski af þeim fylla hillur helstu túristabúða. Við Íslendingar stöndum vel undir okkar eigin styttu-hneisu. Þyrsti fólk í átök um „óupp- gerðan menningararf“ er af nógu að taka án þess að mannorð myndhöggvara og viðfangs- efnis hans sé atað aur að ósekju. n Okkar eigin þrælasalar Aðalsafnaðarfundur 2022 Aðalsafnaðarfundur Háteigssóknar, verður haldinn sunnudaginn 15. maí n.k. í Safnaðarheimili kirkjunnar kl.12. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd. Verbúðin vakti gríðarlega lukku á vetrinum sem leið, en þar var um leikið sjónvarpsefni að ræða. Og margur áhorfandinn mátaði efni þáttanna við liðna tíð, sláandi sér á lær yfir ósköpunum, gott ef ekki skríkjandi af hlátri. En verbúðin er líka veruleiki. Hún er ekki bara leikrit. Og hún er enginn brandari. Hún blasir við okkur, enn þann dag í dag, í öllum sínum seinni tíma nöturleika. Fyrir fjórum árum, akkúrat einu kjörtímabili, missti Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum meirihluta sinn í bænum eftir tólf ára samfellda sigurgöngu. Það var forkólfum flokksins gríðar- legt áfall. Það fór enda svo að valdakerfi hans í bænum hrundi, svo til á einni nóttu. Við tók atburðarás sem var algerlega úr kar- akter fyrri tíma eigenda útgerðarfyrirtækjanna í Vestmannaeyjum sem vissu sem var, að sakir yfirburðastöðu sinnar í atvinnulífi eyjaskeggja yrðu þeir að halda sér til hlés í pólitík bæjarins. En annað kom á daginn fyrir fjórum árum þegar flokkurinn var allt í einu og skyndilega kominn í minnihluta. Þá var tekið til sinna ráða. Tvö stærstu útgerðarfyrirtækin í bænum, Ísfélagið og Vinnslustöðin, sem eru í hópi allra ríkustu fyrirtækja sinnar atvinnugreinar á Íslandi, keyptu hvort sinn ríkjandi hlut í bæjarblaðinu Eyjafréttum og sameinuðust um að koma rétta fólkinu að ritvélinni. Ritstjór- arnir sem ráðnir voru tengdust báðir bæjar- stjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins sterkum böndum, annar þeirra eiginmaður þáverandi oddvita flokksins og hinn situr núna í fjórða sæti listans. Og fóru þar með í hönd skeyta- sendingar í garð nýrra valdhafa í Eyjum sem áttu sér ekki nokkur fordæmi hvað illmæli og hrakyrði varðar, enda erindið augljóst, að rífa niður manneskjurnar sem komnar voru við völd – og höfðu hrifsað þau af hinum útvalda og rétta ráðstjórnarflokki. Og til að taka af allan vafa um að þessi sterku útgerðarfyrirtæki ætluðu sér að ráða einu og öllu í pólitíkinni í bænum tóku þau til við að raða sínu fólki á lista flokksins fyrir kosning- arnar að viku liðinni. Í oddvitasæti flokksins var valinn útgerðarstjóri Ísfélagsins og í bar- áttusætið rataði dóttir helsta eiganda Vinnslu- stöðvarinnar. Listinn var þannig tryggður í bak og fyrir. Hér átti ekki að taka nokkra áhættu. Íslendingar hafa afhent örfáum útgerðar- fjölskyldum öll yfirráð til sjós, svo auðurinn vellur upp úr vösum þeirra. Þessar fjölskyldur sitja að völdum sem ná langt út fyrir lýðræðið í landinu. n Verbúðin sanna SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 7. maí 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.