Fréttablaðið - 07.05.2022, Page 37

Fréttablaðið - 07.05.2022, Page 37
Kennarasamband Íslands (KÍ) óskar eftir að ráða fulltrúa á upplýsinga- og kynningarsvið. Starfið er tímabundið til eins árs með möguleika á fastráðningu að þeim tíma loknum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfssvið: • Greinaskrif, framsetning og uppfærsla efnis í ritum og á miðlum KÍ og aðildarfélaga. • Umsjón með útgáfu efnis. • Skipulagning á viðburðum og fundum KÍ. • Þátttaka í ímyndar- og stefnumótunarvinnu. • Önnur verkefni í samráði við yfirmann. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Reynsla af blaða- eða fréttamennsku er æskileg. • Áhugi og þekking á skólamálum er kostur. • Afburða íslenskukunnátta í ræðu og riti. • Reynsla af textaskrifum. • Þekking og reynsla af birtingu upplýsinga á samfélagsmiðlum. • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Reynsla af ljósmyndun og myndvinnslu er kostur. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsóknarfrestur er til og með 19. maí nk. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningar- bréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarna­ dóttir (audur@vinnvinn.is) og Garðar Óli Ágústsson (gardar@vinnvinn.is). Fulltrúi á upplýsinga­ og kynningarsviði Kennarasamband Íslands var stofnað 1. janúar árið 2000. Félagsmenn eru ríflega 10.500 og starfa í leikskólum, grunnskólum, framhalds­ skólum og tónlistarskólum. Kennarasamband Íslands starfar á landsvísu og innan þess eru átta aðildarfélög. Hlutverk KÍ er að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna, fara með samningsrétt um kaup og kjör, efla fag­ og stéttavitund, efla skólastarf, kennaramenntun og starfsþróun félagsmanna. ILVA leitar að metnaðarfullum og árangursdrifnum verslunarstjóra til að stýra verslun ILVA í Kauptúni. Verslunarstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri verslunarinnar, mannauðsmálum ásamt því að tryggja framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini. Um er að ræða 100% starf. Helstu verkefni: • Ábyrgð á daglegum rekstri verslunar. • Gerð sölu- og fjárhagsáætlana. • Yfirsýn yfir lykiltölur úr rekstri. • Ábyrgð á þjónustu og upplifun viðskiptavina. • Ábyrgð á útliti og útstillingum í verslun. • Innkaup og pantanir. • Önnur tilfallandi verkefni. Hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi. • Reynsla af verslunarrekstri/verslunarstjórn. • Rík þjónustulund, áhugi og reynsla af starfi í söludrifnu umhverfi. • Stjórnunarreynsla og hæfni í mannlegum samskiptum. • Sveigjanleiki, sjálfstæð vinnubrögð og metnaður til að ná árangri. • Góð íslenskukunnátta. Umsóknarfrestur er til og með 17. maí nk. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningar- bréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarna ­ dóttir (audur@vinnvinn.is) og Garðar Ó. Ágústsson (gardar@vinnvinn.is). Verslunarstjóri ILVA rekur tvær glæsilegar verslanir með húsgögn og smávöru. Verslunin á rætur sínar að rekja til Danmerkur þar sem fyrsta verslun ILVA var stofnuð árið 1974. ILVA rekur tvær verslanir í dag, önnur í Kauptúni í Garðabæ og aðra á Akureyri. Hjá ILVA starfar öflugur hópur einstaklinga með fjölbreytta menntun, starfsreynslu og áhugamál. Nánari upplýsingar er hægt að finna á www.ilva.is. ATVINNUBLAÐIÐ 3LAUGARDAGUR 7. maí 2022

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.