Fréttablaðið - 07.05.2022, Page 41

Fréttablaðið - 07.05.2022, Page 41
Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni, Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. • Þekking og brennandi áhugi á loftslagsmálum • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Leiðtogahæfni ásamt framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni • Þekking á íslensku atvinnulífi og stjórnsýslu • Drifkraftur, frumkvæði, jákvæðni og hugmyndaauðgi • Umfangsmikil reynsla af markaðsmálum og kynningarmálum ásamt reynslu af notkun samfélagsmiðla í markaðsstarfi • Þekking og reynsla af markaðssetningu á erlendum mörkuðum er æskileg • Reynsla af verkefnisstjórnun • Framúrskarandi ensku- og íslenskukunnátta skilyrði, önnur tungumálakunnátta er kostur • Færni og reynsla í að koma fram Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225. • Kynna fjölbreytt framlag Íslands til loftslagsmála • Efla samstarf stjórnvalda og atvinnulífs um aðgerðir í loftslagsmálum þ.m.t. um kolefnishlutleysi árið 2040 • Styðja við loftslagsvegferð atvinnulífsins og auka þátttöku fyrirtækja í grænu ferli, umbótaverkefnum og loftslagsvegferðinni • Styðja við markaðs- og viðskiptaþróunarstarf fyrirtækja tengt loftslagsmálum • Vekja athygli hérlendis sem og erlendis á framlagi Íslands og íslenskra fyrirtækja og hvetja til frekari framþróunar Laust er til umsóknar starf forstöðumanns Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir. Um spennandi starf er að ræða sem snýr að stuðningi við loftslagsvegferð atvinnulífsins ásamt kynningu á framlagi Íslands og árangri í loftslagsmálum. Leitað er að drífandi og reynslumiklum leiðtoga með öfluga fagþekkingu og reynslu á sviði loftslagsmála og af markaðs- og kynningarmálum. Forstöðumaður er ráðinn af Íslandsstofu og stjórn Grænvangs og starfar innan Íslandsstofu. Menntunar- og hæfniskröfur:Helstu verkefni og ábyrgð: Forstöðumaður Grænvangs Markmið Grænvangs er að bæta árangur Íslands í loftslagsmálum og miðla fjölbreyttu framlagi landsins á því sviði, stuðla að framgangi grænna lausna og efla samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs varðandi aðgerðir í loftslagsmálum í samræmi við markmið stjórnvalda, þ.m.t. kolefnishlutleysi árið 2040. Þá vinnur vettvangurinn, í samstarfi við Íslandsstofu, að kynningu á íslensku hugviti og framleiðslu sem byggja á íslenskri orkuþekkingu og grænum lausnum. Nánari upplýsingar má finna á www.graenvangur.is. Grænvangur hefur verið starfræktur í tæp þrjú ár. Að baki vettvangnum standa fjölbreyttir aðilar úr íslenskri stjórnsýslu og atvinnulífi. Íslandsstofa er samstarfsvettvangur atvinnulífsins og stjórnvalda og hefur það hlutverk að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Íslandsstofa sinnir mörkun og markaðs- setningu fyrir Ísland og íslenskar útflutningsgreinar, styður íslensk fyrirtæki í sókn á erlenda markaði og greiðir götu erlendrar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi. Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is RÁÐNINGAR RÁÐGJÖF RANNSÓKNIR ATVINNUBLAÐIÐ 7LAUGARDAGUR 7. maí 2022

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.