Fréttablaðið - 07.05.2022, Page 96

Fréttablaðið - 07.05.2022, Page 96
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Óttars Guðmundssonar n Bakþankar Þessa dagana er ég í endur- hæfingu á sjúkrastofnun. Dagarnir líða inni í skipu- lagðari stundaskrá. Ég vafra líkt og ráfandi sauður eftir endalausum göngum hússins milli áfangastaða. Fyrirlestur, tækjasalur, ganga, þrekhjól, matur og sundleikfimi eru skráð á stundatöfluna og ég hlýði eins og skóladrengur. Það eru viðbrigði fyrir lækni að skipta um hlutverk og ímynd og verða þiggjandi heil- brigðisþjónustu en ekki veit- andi. Fyrsta vikan var erfiðust og ég var stöðugt á leið heim. Ég reyndi að kyngja hrokanum og setja allt mitt líf og lífsstíl undir mæliker og þiggja ráð- leggingar bláókunnugs fólks. Það er afskaplega erfitt og niðurlægjandi að vera ramm- villtur læknir og besserwisser í hallærislegum íþróttagalla á leið í sundleikfimi. Læknar hræðast sjúklings- hlutverkið enda eru þeir venjulega í afneitun á eigin veikindi. Læknir sem fer úr læknasloppnum og klæðist formlausum sjúklingafötum neyðist til að horfast í augu við sjálfan sig. Erfiðust er sú til- finning að stjórna ekki lengur eigin lífi. Sjúklingshlutverkið hefur í för með sér eðlilega sjálfs- vorkunn og sjálfhverfu sem snýst um líðan og einkenni. Eftir því sem farið er lengra inn í sjúklingshlutverkið fækkar öðrum áhugamálum og umtalsefnum. Sjúkdómurinn ákveður lífsstíl og stjórnar allri umræðu. Hvernig gengur með- ferðin? Hvað sagði læknirinn eiginlega? Ertu að fara í f leiri rannsóknir? Ertu ekki eitthvað að skána? n Sjúklingur *Lögum samkvæmt ber okkur skylda til að taka fram að TM tryggingar hf. eru vátryggjandi bílatryggingarinnar sem Verna þróaði, selur og þjónustar. Kúturinn þinn, smellu eða skrúfu? Nú getur þú pantað gaskútinn heim með Heimkaup.is Við sækjum tóma kútinn þegar við afhendum nýja. Pantaðu kútinn þinn og nýttu orkuna í önnur mál. ...fyrir hið ljúfa líf NÝTT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.