Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Side 4
4 – Sjómannablaðið Víkingur
Sigurður Óli Kristjánsson, skipstjóri,
fæddist á Dalvík 3. ágúst 1960, son-
ur hjónanna, Kristjáns Þórhallsson-
ar og Vernu Sigurðardóttur. Hann er
kvæntur Dönu Jónu Sveinsdóttur og
eiga þau saman 4 börn og 6 barnabörn.
Æskuárin voru nokkuð hefðbundin fyr-
ir ungling í sjávarþorpi úti á landi, leik-
völlurinn var bryggjan, bátarnir og fjar-
an, að ógleymdum öllum samtölunum
og samskiptunum við trillukarlana sem
margir voru á Dalvík á þessum árum.
Stebbi Grenó
– Faðir minn, Kristján Þórhallsson var
sjómaður, yfirleitt skipstjóri eða stýri-
maður á hinum hefðbundnu vertíðarbát-
um sem stunduðu oftast netaveiðar yfir
vetrartímann en síldveiðar á sumrin.
Nefna má Þórð Jónasson EA sem smíðað-
ur var í Noregi og kom til landsins lík-
lega á árinu 1964. Mikið framúrstefnu-
skip bæði hvað varðar stærð, ganghraða
og íverur sjómannanna, en það ég best
veit var Þórður fyrsti báturinn þar sem
allar vistarverur sjómannanna voru afturí.
Þrátt fyrir að ég færi oft á sjóinn með
pabba stóð hugur minn ekki síður til ein-
hverskonar tæknináms t.d. raf- eða út-
varpsvirkjunar. Á þessum árum voru bara
ekki í boði lærlingastörf hjá viðurkennd-
um meisturum á viðkomandi sviði, að
minnsta kosti ekki á Dalvík. Því fór sem
fór, ég lagði sjómennskuna fyrir mig, sem
ég sé svo sannarlega ekki eftir.
Að loknu hefðbundnu námi þess tíma
tók stýrimannaskólinn við. Ég fór ásamt
vini mínum, Gesti Matthíassyni til Vest-
mannaeyja, en báðir höfðum við eins og
trúlega margir ungir menn á Dalvík á
þeim árum byrjað okkar sjómennsku hjá
Stebba Grenó, sem svo var nefndur, en
hét fullu nafni Stefán og var Stefánsson
frá Grenivík, sem er austan megin
fjarðarins næstum beint á móti Dalvík.
Það var gott að vera með Stebba, segir
Siggi, hann kenndi okkur undirstöðuat-
riðin í góðri sjómennsku og ekki síst að
bera virðingu fyrir lífríkinu.
„Ekki sitja á beitunni, stelpur“
Þeir félagar luku fiskimannaprófi til ótak-
markaðra skipstjórnarréttinda frá Stýri-
mannaskólanum í Vestmannaeyjum vorið
1981. Á þessum árum var bæði skortur á
skipstjórnar- og vélstjórnarmenntuðum
mönnum í Vestmannaeyjum því var
lagt nokkuð upp úr því að fá sem flesta
til náms þangað. Í kjölfarið áttu ungu
glæsilegu dömurnar í Eyjum að sjá um
framhaldið að tryggja útgerðunum starfs-
krafta þeirra með því hneppa þá í hjóna-
band og kyrrsetja.
Binni í Gröf hafði þetta á bak við eyr-
að þegar hann eitt sinn sem oftar var á
gangi á bryggjunum í Eyjum og gekk þá
fram á nokkrar stúlkur sem sátu á einum
bryggjuhausnum, dingluðu fótunum fram
af og voru að dorga.
Binni spyr hvernig gangi.
– Illa, svara þær einum rómi.
Þá segir Binni: – Dömur mínar, það
hefur aldrei gefist vel að sitja á beitunni.
Meðal bekkjarfélaga minna var meðal
annarra Guðmundur Jónsson, Bolvíking-
ur, sem síðar varð skipstjóri á uppsjávar-
veiðiskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA,
fyrsta uppsjávarveiðiskipinu, sem smíð-
að var fyrir íslenska útgerð, þar sem afl-
inn var unnin um borð.
– Að stýrimannaskólanum loknum
keypti ég og áðurnefndur Gestur Matt-
híasson og fleiri um 60 lesta bát sem við
nefndum Merkúr EA-24 og gerðum út frá
Dalvík, aðallega til veiða með þorskanet-
um. Aflann unnu við sjálfir með þess
tíma aðferðum sem voru söltun og síðan
var hengdur upp í skreið sá hlutinn sem
illa hæfði til söltunar.
Skyndilega lokuðust skreiðarmarkað-
irnir en við félagarnir áttum þá nokkuð
af af óseldri skreið , útlitið var því ekki
gott hjá okkur þar sem við skulduðum
enn í bátnum. Að lokum tókst að selja
megnið af skreiðinni og greiða áfallnar
skuldir. Við komust því nokkuð klakk-
laust frá okkar fyrsta útgerðarævintýri.
Í framhaldinu ræð ég mig sem stýri-
mann á Harald EA um 60 lesta vertíðar-
bát sem gerður var út frá Dalvík á hefð-
bundnar veiðar báta af þessari stærð.
Eftir skamma dvöl þar tek ég tímabundið
við skipstjórn á bátnum.
Í framhaldinu ræð ég mig sem skip-
„Við skiljum ekki eftir
veiðarfæri í botninum“
Helgi Laxdal